Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2020 12:31 Hér má sjá Willum Þór Willumsson, Hörð Inga Gunnarsson og Róbert Orra Þorkelsson í baráttunni er Ísland lagði Svíþjóð 1-0 á Víkingsvelli í sumar. Vísir/Daniel Thor Á fimmtudaginn mætir íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri Ítalíu á Víkingsvelli í leik sem gæti skipt sköpum um hvort landið fari á komandi Evrópumót sem fram fer sumarið 2021 í Ungverjalandi og Slóveníu. Ásamt því að mæta Ítalíu hér heima mætir íslenska liðið bæði Írlandi og Armeníu ytra. Eru þetta síðustu þrír leikir undankeppninnar og þarf liðið að öllum líkindum sigur í leikjunum þremur til að vinna riðilinn og næla sér þar með í sæti á EM. Af þeim 23 leikmönnum sem eru valdir í hópinn að þessu sinni þá eru þrír á mála hjá FH. Það eru þeir Hörður Ingi Gunnarsson, Þórir Jóhann Helgason og Jónatan Ingi Jónsson. Ekkert lið á jafn marga leikmenn. Í síðustu þremur landsliðshópum U21 árs landsliðsins hefur FH alltaf verið það félag sem á flesta leikmenn í hópnum. Stefán Teitur Þórðarson er ekki í hópnum þessu sinni þar sem hann greindist með kórónuveiruna nýverið. Hann leikur með Silkeborg í Danmörku.Vísir/Daniel Thor Mikill munur er á leikmannahópi Íslands fyrir leikina þrjá sem framundan eru og þeim hóp sem átti upprunalega að mæta Ítalíu heima og Lúxemborg ytra í októbermánuði. Eftir að upp kom kórónuveirusmit í leikmannahóp ítalska liðsins var leiknum frestað þangað til nú á fimmtudaginn kemur. Í þann hóp völdu Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari og aðstoðarþjálfari U21-liðs Íslands, 30 leikmenn alls. Þar áttu FH og Breiðablik flesta fulltrúa eða tvo talsins. „Hópurinn sem við erum að velja í þetta verkefni er augljóslega töluvert stærri en venjulega. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þeir leikmenn sem spila með liðum á Íslandi munu ekki ferðast með liðinu til Lúxemborgar í seinni leikinn vegna sóttvarnareglna á landamærum Íslands, því þeir þyrftu að fara í 5-6 daga sóttkví við heimkomuna með tilheyrandi áhrifum á mótahaldið innanlands,“ sagði Arnar Þór um valið. Í hópnum þar áður – þar sem liðiðvann magnaðan 1-0 sigur á Svíþjóð í september – voru alls fjórir FH-ingar. Þar á eftir komu Breiðablik og KR með tvo leikmenn hvort. Fór það hins vegar svo að Daníel Hafsteinsson [FH] og Finnur Tómas Pálmasson [KR] þurftu að draga sig úr hópnum. Í þeirra stað komu Valgeir Valgeirsson [HK] og nafni hans Lunddal Friðriksson [Valur] inn í staðinn. Valgeir Valgeirsson HK sömuleiðis kallaður inn.Finnur Tómas & Daníel Hafsteins draga sig út vegna meiðsla.— Gummi Ben (@GummiBen) August 31, 2020 Á föstudaginn var greindi FH frá því að Eiður Smári Guðjohnsen yrði aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin eftir að hafa tekið við starfinu ásamt Loga Ólafssyni í júlí er Ólafur Kristjánsson lét af störfum. Davíð Þór Viðarsson, bróðir Arnars Þórs, mun vera Eiði Smára til halds og trausts í Hafnafirði. Eiður Smári hefur sinnt hlutverki aðstoðarþjálfara hjá U21 síðan í janúar árið 2019. Samningur hans rennur út í janúar næstkomandi. Arnar Þór er einnig yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ og var spurður út í ráðningu Eiðs í sumar. Þá aðallega hvort um hagsmunaárekstra væri að ræða þar sem hann væri þjálfari leikmanna sem væru gjaldgengir í U21 landslið Íslands. „Ef að menn vilja búa þá til þá er örugglega hægt að gera það. En þeir sem vinna faglegt starf munu aldrei láta eitthvað svona koma í veg fyrir að vinna gott starf. Það er ljóst að U21-liðið verður valið eftir því hvaða leikmenn ég tel að séu bestu leikmennirnir fyrir það lið, og enginn annar, sama í hvaða liði þeir eru,“ var svar Arnars við þeirri spurningu. Arnar Þór Viðarsson lék á sínum tíma 35 leiki fyrir FH áður en hann hélt út í atvinnumennsku í Belgíu, Noregi og Hollandi. Einnig lék hann 52 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt fjölda fyrir yngri landslið Íslands.Vísir/Arnar Halldórsson Þá var málið til umræðu í Pepsi Max Stúkunni í sumar. Ásamt Gumma Ben voru þeir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson. Kom til umræðu að dæmi væru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi og bætti svo við. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð. Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust.“ Íslenska U21 árs landsliðið mætir Ítalíu í leik þar sem efsta sæti riðilsins er í boði. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur klukkan 13.15 og er í beinni útsendingu Stövðar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KSÍ Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Á fimmtudaginn mætir íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri Ítalíu á Víkingsvelli í leik sem gæti skipt sköpum um hvort landið fari á komandi Evrópumót sem fram fer sumarið 2021 í Ungverjalandi og Slóveníu. Ásamt því að mæta Ítalíu hér heima mætir íslenska liðið bæði Írlandi og Armeníu ytra. Eru þetta síðustu þrír leikir undankeppninnar og þarf liðið að öllum líkindum sigur í leikjunum þremur til að vinna riðilinn og næla sér þar með í sæti á EM. Af þeim 23 leikmönnum sem eru valdir í hópinn að þessu sinni þá eru þrír á mála hjá FH. Það eru þeir Hörður Ingi Gunnarsson, Þórir Jóhann Helgason og Jónatan Ingi Jónsson. Ekkert lið á jafn marga leikmenn. Í síðustu þremur landsliðshópum U21 árs landsliðsins hefur FH alltaf verið það félag sem á flesta leikmenn í hópnum. Stefán Teitur Þórðarson er ekki í hópnum þessu sinni þar sem hann greindist með kórónuveiruna nýverið. Hann leikur með Silkeborg í Danmörku.Vísir/Daniel Thor Mikill munur er á leikmannahópi Íslands fyrir leikina þrjá sem framundan eru og þeim hóp sem átti upprunalega að mæta Ítalíu heima og Lúxemborg ytra í októbermánuði. Eftir að upp kom kórónuveirusmit í leikmannahóp ítalska liðsins var leiknum frestað þangað til nú á fimmtudaginn kemur. Í þann hóp völdu Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari og aðstoðarþjálfari U21-liðs Íslands, 30 leikmenn alls. Þar áttu FH og Breiðablik flesta fulltrúa eða tvo talsins. „Hópurinn sem við erum að velja í þetta verkefni er augljóslega töluvert stærri en venjulega. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þeir leikmenn sem spila með liðum á Íslandi munu ekki ferðast með liðinu til Lúxemborgar í seinni leikinn vegna sóttvarnareglna á landamærum Íslands, því þeir þyrftu að fara í 5-6 daga sóttkví við heimkomuna með tilheyrandi áhrifum á mótahaldið innanlands,“ sagði Arnar Þór um valið. Í hópnum þar áður – þar sem liðiðvann magnaðan 1-0 sigur á Svíþjóð í september – voru alls fjórir FH-ingar. Þar á eftir komu Breiðablik og KR með tvo leikmenn hvort. Fór það hins vegar svo að Daníel Hafsteinsson [FH] og Finnur Tómas Pálmasson [KR] þurftu að draga sig úr hópnum. Í þeirra stað komu Valgeir Valgeirsson [HK] og nafni hans Lunddal Friðriksson [Valur] inn í staðinn. Valgeir Valgeirsson HK sömuleiðis kallaður inn.Finnur Tómas & Daníel Hafsteins draga sig út vegna meiðsla.— Gummi Ben (@GummiBen) August 31, 2020 Á föstudaginn var greindi FH frá því að Eiður Smári Guðjohnsen yrði aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin eftir að hafa tekið við starfinu ásamt Loga Ólafssyni í júlí er Ólafur Kristjánsson lét af störfum. Davíð Þór Viðarsson, bróðir Arnars Þórs, mun vera Eiði Smára til halds og trausts í Hafnafirði. Eiður Smári hefur sinnt hlutverki aðstoðarþjálfara hjá U21 síðan í janúar árið 2019. Samningur hans rennur út í janúar næstkomandi. Arnar Þór er einnig yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ og var spurður út í ráðningu Eiðs í sumar. Þá aðallega hvort um hagsmunaárekstra væri að ræða þar sem hann væri þjálfari leikmanna sem væru gjaldgengir í U21 landslið Íslands. „Ef að menn vilja búa þá til þá er örugglega hægt að gera það. En þeir sem vinna faglegt starf munu aldrei láta eitthvað svona koma í veg fyrir að vinna gott starf. Það er ljóst að U21-liðið verður valið eftir því hvaða leikmenn ég tel að séu bestu leikmennirnir fyrir það lið, og enginn annar, sama í hvaða liði þeir eru,“ var svar Arnars við þeirri spurningu. Arnar Þór Viðarsson lék á sínum tíma 35 leiki fyrir FH áður en hann hélt út í atvinnumennsku í Belgíu, Noregi og Hollandi. Einnig lék hann 52 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt fjölda fyrir yngri landslið Íslands.Vísir/Arnar Halldórsson Þá var málið til umræðu í Pepsi Max Stúkunni í sumar. Ásamt Gumma Ben voru þeir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson. Kom til umræðu að dæmi væru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi og bætti svo við. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð. Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust.“ Íslenska U21 árs landsliðið mætir Ítalíu í leik þar sem efsta sæti riðilsins er í boði. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur klukkan 13.15 og er í beinni útsendingu Stövðar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KSÍ Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira