Ábyrg leið til uppbyggingar er fjármögnuð og græn Ellen Calmon skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar