Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar 23. janúar 2026 09:32 „Það vantar íbúðir.“ Þannig hljómar viðkvæðið í umræðu um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. Þegar betur er rýnt í stöðu Kópavogs blasir við tvöfaldur vandi: það er ekki verið að byggja nægilega mikið miðað eigin þarfagreiningu bæjarins – og stór hluti þeirra íbúða sem eru í uppbyggingu eru of stórar og of dýrar fyrir venjulegt launafólk. Samkvæmt mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) eru um 184 íbúðir í byggingu í Kópavogi. Tæplega 65% þeirra eru yfir 100 fermetrar að stærð. Þetta eru íbúðir sem henta síður ungu fólki, fjölskyldum eða þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að húsnæðisáætlun Kópavogs leggur skýra áherslu á litlar og hagkvæmar íbúðir undir 90 fermetrum. Þörfin er vel greind á pappír, en uppbyggingin í raunveruleikanum fylgir ekki þeim markmiðum. Þá er einnig áhyggjuefni að frá árinu 2024-2025 fækkaði Kópavogsbúum fæddum á árunum 1990-1999 um 26 einstaklinga. Í sama aldursflokki á árunum 2023-2024 fjölgaði í þeim sama hópi um 189 einstaklinga. Þessar tölur sýna okkur að ungt fólk er að flytja úr bænum, enda tækifærin til að festa kaup á íbúð innan bæjarins þverrandi. Þá höfum við einnig dæmi um einhverskonar lóðabrask þar sem ákveðið mynstur hefur verið að skapast: fjárfestir kaupir lóð eða eldri eign, þrýstir á breytingar á deiliskipulagi með útblásnum tillögum um aukið byggingarmagn og selur svo verkefnið áfram um leið og skipulagið hefur verið auglýst. Á því stigi hefur verðmæti lóðarinnar hækkað gríðarlega, án þess að ein einasta íbúð hafi verið byggð. Hundruð milljóna, jafnvel allt að milljarður króna, verða til í virðisaukningu sem sprettur beint úr skipulagsvaldi sveitarfélagsins. Næsti aðili sækir síðan um frekari breytingar: stærri íbúðir, færri íbúðir, meiri lúxus. Útkoman er enn dýrari og stærra húsnæði sem selst illa. HMS hefur bent á að nýjar íbúðir seljist nú mun hægar en eldri eignir og á hærra fermetraverði. Staðreyndin er því sú að framboð er ekki í takt við þarfir fólks. Þetta er síður en svo óumflýjanleg þróun heldur afleiðing pólitískra ákvarðana. Sveitarfélagið hefur verkfæri til að breyta þessu: setja skýr skilyrði við lóðarúthlutanir og tryggja hlutfall hagkvæmra íbúða í takt við þarfagreiningu bæjarins og áherslur í Húsnæðisáætlun bæjarins ásamt því að auka gagnsæi í skipulagsferlinu. Spurningin er einföld: fyrir hvern erum við að byggja? Ef svarið á að vera „venjulegt fólk“, þá þurfum við að haga uppbyggingunni í samræmi við það. Höfundur er frambjóðandi til oddvita Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Kópavogur Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
„Það vantar íbúðir.“ Þannig hljómar viðkvæðið í umræðu um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. Þegar betur er rýnt í stöðu Kópavogs blasir við tvöfaldur vandi: það er ekki verið að byggja nægilega mikið miðað eigin þarfagreiningu bæjarins – og stór hluti þeirra íbúða sem eru í uppbyggingu eru of stórar og of dýrar fyrir venjulegt launafólk. Samkvæmt mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) eru um 184 íbúðir í byggingu í Kópavogi. Tæplega 65% þeirra eru yfir 100 fermetrar að stærð. Þetta eru íbúðir sem henta síður ungu fólki, fjölskyldum eða þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að húsnæðisáætlun Kópavogs leggur skýra áherslu á litlar og hagkvæmar íbúðir undir 90 fermetrum. Þörfin er vel greind á pappír, en uppbyggingin í raunveruleikanum fylgir ekki þeim markmiðum. Þá er einnig áhyggjuefni að frá árinu 2024-2025 fækkaði Kópavogsbúum fæddum á árunum 1990-1999 um 26 einstaklinga. Í sama aldursflokki á árunum 2023-2024 fjölgaði í þeim sama hópi um 189 einstaklinga. Þessar tölur sýna okkur að ungt fólk er að flytja úr bænum, enda tækifærin til að festa kaup á íbúð innan bæjarins þverrandi. Þá höfum við einnig dæmi um einhverskonar lóðabrask þar sem ákveðið mynstur hefur verið að skapast: fjárfestir kaupir lóð eða eldri eign, þrýstir á breytingar á deiliskipulagi með útblásnum tillögum um aukið byggingarmagn og selur svo verkefnið áfram um leið og skipulagið hefur verið auglýst. Á því stigi hefur verðmæti lóðarinnar hækkað gríðarlega, án þess að ein einasta íbúð hafi verið byggð. Hundruð milljóna, jafnvel allt að milljarður króna, verða til í virðisaukningu sem sprettur beint úr skipulagsvaldi sveitarfélagsins. Næsti aðili sækir síðan um frekari breytingar: stærri íbúðir, færri íbúðir, meiri lúxus. Útkoman er enn dýrari og stærra húsnæði sem selst illa. HMS hefur bent á að nýjar íbúðir seljist nú mun hægar en eldri eignir og á hærra fermetraverði. Staðreyndin er því sú að framboð er ekki í takt við þarfir fólks. Þetta er síður en svo óumflýjanleg þróun heldur afleiðing pólitískra ákvarðana. Sveitarfélagið hefur verkfæri til að breyta þessu: setja skýr skilyrði við lóðarúthlutanir og tryggja hlutfall hagkvæmra íbúða í takt við þarfagreiningu bæjarins og áherslur í Húsnæðisáætlun bæjarins ásamt því að auka gagnsæi í skipulagsferlinu. Spurningin er einföld: fyrir hvern erum við að byggja? Ef svarið á að vera „venjulegt fólk“, þá þurfum við að haga uppbyggingunni í samræmi við það. Höfundur er frambjóðandi til oddvita Viðreisnar í Kópavogi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun