Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2020 09:06 Mitch McConnell hefur leitt meirihluta repúblikana í öldungadeildinni undanfarin ár og mun líklega gera það áfram. AP/J. Scott Applewhite Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56