Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2020 09:06 Mitch McConnell hefur leitt meirihluta repúblikana í öldungadeildinni undanfarin ár og mun líklega gera það áfram. AP/J. Scott Applewhite Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56