Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:42 Frá Foldabæ í Grafarvogi. Úrræðið hefur verið starfrækt í 24 ár. Reykjavíkurborg Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira