Fyrirsjáanleikinn 1.júní 2021 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 07:31 Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun