Íslenski boltinn

Bæði Kópavogsfélögin mæta með nýja þjálfara til leiks næsta sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jakob Leó mun stýra liði HK í Lengjudeild kvenna næsta sumar.
Jakob Leó mun stýra liði HK í Lengjudeild kvenna næsta sumar. HK

Kvennalið HK vann sér sæti í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu og mætir með nýjan þjálfara til leiks næsta sumar. Sömu sögu er að segja af Augnablik sem leikur í sömu deild.

Á sínu fyrsta ári á Íslandsmótinu í knattspyrnu fór það svo að HK landaði sigri í 2. deild kvenna. Eftir að hafa verið hluti af sameiginlegu liði HK/Víkings var samstarfinu hætt eftir síðasta tímabil.

HK eyddi engum tíma og gjörsigraði 2. deild í sumar og tekur þátt í Lengjudeildinni í fyrsta skipti næsta sumar. Hefur félagið ráðið hinn reynda Jakob Leó Bjarnason sem aðalþjálfara félagsins fyrir komandi verkefni. Skrifar hann undir tveggja ára samning við félagið.

Er HK því annað Kópavogslið Lengjudeildarinnar sem mætir til leiks með nýjan þjálfara en Augnablik mun gera slíkt hið sama. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna í sumar, mun stýra Augnablik næsta sumar.

Jakob Leó er reyndur þjálfari. Ásamt því að hafa UEFA A gráðu frá Knattspyrnusambandi Íslands þá er hann menntaður íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur stýrt liði Hauka í Lengjudeildinni undanfarin þrjú ár. Þar áður var hann yfirþjálfari hjá bæði Fylki og Þrótti Reykjavík.

Hér að neðan má sjá tilkynningu frá knattspyrnudeild HK.

Jakob Leo Bjarnason er ny r aðalþja lfari meistaraflokks kvenna HK Jakob Leo Bjarnason hefur skrifað undir samning um...

Posted by HK Fótbolti on Saturday, October 31, 2020

Tengdar fréttir

Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×