Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. október 2020 12:59 Víðir Reynisson segir erfitt fyrir lögreglu þegar smit komast í jaðarhópa sem vilja ekkert af yfirvöldum vita. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. Fram kom í fréttum í gær að góðkunningi lögreglunnar á Akureyri gerði yfirvöldum erfitt fyrir norðan heiða. Hann kom í leitirnar í gær. Þá þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af karlmanni í Mosfellsbæ í morgun sem virti ekki reglur um einangrun. Hann er smitaður af Covid-19. „Við höfum verið að lenda í þessu með einstaklinga, góðkunningja lögreglunnar, bæði hér og fyrir norðan sem hefur verið dálítið mikil vinna fyrir lögregluna að eiga í samskiptum við,“ segir Víðir. Svona mál séu unnin sem heilbrigðisverkefni og yfirvöld njóti stuðnings frá Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri. Aðalatriði sé að tryggja öryggi hinna veiku. „Það eru auðvitað hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld, sama hvort það eru heilbrigðisyfirvöld eða lögregla. Þegar við erum komin með smit í svoleiðis hópa verður málið miklu snúnara.“ Víðir segir að smit í svona hópum skipti tugum. Að mestu á höfuðborgarsvæðinu en líka fyrir norðan. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að þetta fólk fái þá þjónustu sem þarf. Við þurfum að huga að þeirra öryggi.“ Nokkuð hefur verið um handtökur vegna þessa en þau tilfelli séu ekki mörg. Þá sé um að ræða Íslendinga í slíkum jaðarhópum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Akureyri Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. Fram kom í fréttum í gær að góðkunningi lögreglunnar á Akureyri gerði yfirvöldum erfitt fyrir norðan heiða. Hann kom í leitirnar í gær. Þá þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af karlmanni í Mosfellsbæ í morgun sem virti ekki reglur um einangrun. Hann er smitaður af Covid-19. „Við höfum verið að lenda í þessu með einstaklinga, góðkunningja lögreglunnar, bæði hér og fyrir norðan sem hefur verið dálítið mikil vinna fyrir lögregluna að eiga í samskiptum við,“ segir Víðir. Svona mál séu unnin sem heilbrigðisverkefni og yfirvöld njóti stuðnings frá Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri. Aðalatriði sé að tryggja öryggi hinna veiku. „Það eru auðvitað hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld, sama hvort það eru heilbrigðisyfirvöld eða lögregla. Þegar við erum komin með smit í svoleiðis hópa verður málið miklu snúnara.“ Víðir segir að smit í svona hópum skipti tugum. Að mestu á höfuðborgarsvæðinu en líka fyrir norðan. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að þetta fólk fái þá þjónustu sem þarf. Við þurfum að huga að þeirra öryggi.“ Nokkuð hefur verið um handtökur vegna þessa en þau tilfelli séu ekki mörg. Þá sé um að ræða Íslendinga í slíkum jaðarhópum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Akureyri Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira