„Kerfið er ekki að virka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 19:20 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“ Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“
Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira