Fá Pogba eða De Beek tækifæri eða heldur Solskjær sig við þríeykið sem tapar ekki leik? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 07:00 Þegar þessir þrír byrja þá tapar Man Utd ekki. Clive Brunskill/Getty Images Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30
Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30