Fá Pogba eða De Beek tækifæri eða heldur Solskjær sig við þríeykið sem tapar ekki leik? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 07:00 Þegar þessir þrír byrja þá tapar Man Utd ekki. Clive Brunskill/Getty Images Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30
Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30