Ætlaði að gista hjá meintum árásarmanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 16:22 Árásin var gerð í Borgarnesi mánudagskvöldið 19. október. Vísir/Egill Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag. Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag.
Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25