Ætlaði að gista hjá meintum árásarmanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 16:22 Árásin var gerð í Borgarnesi mánudagskvöldið 19. október. Vísir/Egill Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag. Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag.
Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25