43 milljónir króna í sekt fyrir 15 milljóna króna skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 11:24 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Vísir/Vilhelm Tæplega fimmtug kona hefur verið dæmt til greiðslu 43 milljóna króna sektar og í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á skattalögum. Ávinningur konunar var á fimmtándu milljón króna en sekt hennar þreföld hærri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Konan rak einkahlutafélag en í umfjöllun um dóminn á vefsíðu Skattrannsóknarstjóra segir að konan hafi á árunum 2014 til 2015 vanrækt að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum og stóð skil á efnislega rangri virðisaukaskattskýrslu á tæplega tveggja ára tímabili, færði hvorki bókhald né varðveitti bókhaldsgögn. Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Vakin er athygli á nýföllnum dómi á vefsíðu skattrannsóknarstjóra.Vísir/Frikki Þá var konan ákærð fyrir peningaþvætti vegna ávinnings af brotunum. Konan taldi að dæma ætti lægri fjárhæð í málinu þar sem bókhaldsgögn hefðu glatast. Hefðu þau verið tiltæk hefði verið hægt að koma á leiðréttingum við skattayfirvöld. Ekki var fallist á þetta og segir í dómsniðurstöðunni að það sé á ábyrgð skattgreiðanda að varðveita bókhaldsgögnin. Að það hefði ekki verið gert kæmi ekki til refsilækkunar. Þá breyti engu að líkur standi til að greiðsla komi upp í kröfur vegna brotanna. Fjárhæðin sem skotið var undan nam tæplega 15 milljónum króna. Samkvæmt dómaframkvæmd í sambærilegum málum hafa sektir verið ákveðnar þreföld sú fjárhæð sem skattþegi hefur komið sér hjá að greiða. Sektarfjárhæð var því dæmd 43 milljónir. Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tæplega fimmtug kona hefur verið dæmt til greiðslu 43 milljóna króna sektar og í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á skattalögum. Ávinningur konunar var á fimmtándu milljón króna en sekt hennar þreföld hærri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Konan rak einkahlutafélag en í umfjöllun um dóminn á vefsíðu Skattrannsóknarstjóra segir að konan hafi á árunum 2014 til 2015 vanrækt að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum og stóð skil á efnislega rangri virðisaukaskattskýrslu á tæplega tveggja ára tímabili, færði hvorki bókhald né varðveitti bókhaldsgögn. Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Vakin er athygli á nýföllnum dómi á vefsíðu skattrannsóknarstjóra.Vísir/Frikki Þá var konan ákærð fyrir peningaþvætti vegna ávinnings af brotunum. Konan taldi að dæma ætti lægri fjárhæð í málinu þar sem bókhaldsgögn hefðu glatast. Hefðu þau verið tiltæk hefði verið hægt að koma á leiðréttingum við skattayfirvöld. Ekki var fallist á þetta og segir í dómsniðurstöðunni að það sé á ábyrgð skattgreiðanda að varðveita bókhaldsgögnin. Að það hefði ekki verið gert kæmi ekki til refsilækkunar. Þá breyti engu að líkur standi til að greiðsla komi upp í kröfur vegna brotanna. Fjárhæðin sem skotið var undan nam tæplega 15 milljónum króna. Samkvæmt dómaframkvæmd í sambærilegum málum hafa sektir verið ákveðnar þreföld sú fjárhæð sem skattþegi hefur komið sér hjá að greiða. Sektarfjárhæð var því dæmd 43 milljónir.
Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira