Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 07:55 Pence varaforseti var í Flórída í gær en sást með grímu þegar hann sneri aftur til Washington-borgar. Hann ætlar að halda áfram ferðalögum þrátt fyrir að hann hafi verið útsettur fyrir smiti. AP/Steve Cannon Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00