Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 07:49 Útbreiðsla faraldursins um Bandaríkin er sögð meiri nú en í fyrri toppum í sumar og vor. Það telja sérfræðingar að geri erfiðara að ná tökum á honum og skapa álag á heilbrigðiskerfið. Vísir/EPA Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira