Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 07:49 Útbreiðsla faraldursins um Bandaríkin er sögð meiri nú en í fyrri toppum í sumar og vor. Það telja sérfræðingar að geri erfiðara að ná tökum á honum og skapa álag á heilbrigðiskerfið. Vísir/EPA Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira