Málefnaleg umræða um áfengismarkað Ólafur Stephensen skrifar 22. október 2020 09:00 Ingvar S. Birgisson lögmaður skrifar grein á Vísi í gær og sakar Félag atvinnurekenda um tvískinnung og að verja ríkiseinokun á áfengissölu, af því að félagið hefur sent dómsmálaráðuneytinu gagnrýna umsögn um drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á áfengislögum. Í drögunum er gert ráð fyrir að heimila bæði vefverzlun með áfengi og smásölu þess á framleiðslustöðum innlendra framleiðenda. Ingvar gleymir að segja lesendum frá því að hann er einn af höfundum umræddra frumvarpsdraga (sjá bls. 2 í drögunum), en sú staðreynd skýrir kannski að hann segir að sér hafi „brugðið í brún“ þegar hann las umsögn Félags atvinnurekenda. Í henni er að finna margvíslega málefnalega gagnrýni á frumvarpsdrögin, greinargerð þeirra og mat á áhrifum draganna. Margt bendir til þess að verulegar gloppur séu í þekkingu og skilningi höfunda draganna á áfengismarkaðnum og á þeim lögum og alþjóðasamningum sem horfa þarf til við breytingar á sölufyrirkomulagi áfengis. Ingvar tekur gagnrýni FA óstinnt upp, en gerir þó enga tilraun til að svara henni málefnalega. Nokkur gagnrýnisatriði Tökum nokkur dæmi af gagnrýni FA á frumvarpsdrögin: FA gagnrýnir að eingöngu innlendir framleiðendur sem brugga undir 500.000 lítrum af sterku öli árlega eigi að hafa heimild til að selja áfengi í smásölu. FA bendir á að þetta útilokar nokkra framleiðendur öls og alla framleiðendur annarra og sterkari drykkja, sem eru fjölmargir og fæstir innan vébanda FA. Eiga þó öll sömu rök við um þessi fyrirtæki og smærri ölbrugghús, eins og að þau hafa byggt upp ferðamennsku í kringum rekstur sinn og ættu að fá að selja gestum sínum áfengi sem þeir geta tekið með sér. Hér vill FA ganga lengra í frelsisátt en frumvarpshöfundar. FA gagnrýnir að við samningu frumvarpsins sé ekki horft til jafnræðisreglu EES-samningsins, en hún er brotin með því að eingöngu megi selja í smásölu utan Vínbúða ÁTVR vörur innlendra framleiðenda en ekki framleiðenda í öðrum EES-ríkjum. Það var m.a. niðurstaðan af rækilegri úttekt sænskra stjórnvalda á sambærilegu álitaefni. FA leggur því til að innflytjendur sambærilegra, innfluttra vara fái einnig undanþágu frá einkarétti ÁTVR til smásölu á áfengi. Aftur vill FA ganga lengra í frjálsri samkeppni. FA spyr hvernig eigi að leysa úr þeirri stöðu að með því að netverzlun sé heimiluð sé ÁTVR komin í beina samkeppni við einkafyrirtæki í sölu áfengis á netinu, en hafi áfram einkarétt á hefðbundinni smásölu. Þá sé orðinn til einkaréttarhluti og samkeppnishluti innan ÁTVR eins og fleiri ríkisstofnana, sem hefur yfirleitt ekki kunnað góðri lukku að stýra og þarf þá sérstakt eftirlit með samkeppnisháttum ríkisstofnunarinnar. Út í þetta virðast höfundar frumvarpsdraganna ekkert hafa hugsað. Er þeim alveg sama um ójafna samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki? Í greinargerð draganna eru færð ljómandi góð rök fyrir því að heimila eigi áfengisauglýsingar, enda nái núverandi bann ekki markmiðum sínum og þjóni aðallega þeim tilgangi að skekkja samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda áfengis gagnvart erlendum. Hins vegar er tekið skýrt fram í drögunum að ekki standi til að afnema auglýsingabannið! Hér vill FA klárlega ganga lengra í frjálsræðisátt. Í greinargerðinni er sett fram sú alranga fullyrðing að frumvarpið „hrófli ekki við hlutverki Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins.“ Það má þó vera ljóst hverjum sem les ákvæði draganna að áhrif þeirra verða þau að smásala áfengis færist að stórum hluta til verzlanakeðja á smásölumarkaði, í því formi að fólk panti áfengið á netinu og sæki það í næstu verzlunarferð, sem væri vissulega frábær þægindaauki fyrir neytendur. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að halda því fram að það muni ekki hafa áhrif á ÁTVR. Í umsögn FA segir: „Það hver afdrif þeirrar stofnunar verða og hvernig henni verður gert að bregðast við breytingum á rekstrarumhverfinu mun hafa mikil áhrif á samkeppni á áfengismarkaði. Þessi skortur á faglegri greiningu á áhrifum frumvarpsins dregur því miður mjög úr trúverðugleika málsins.“ Af hverju þessi feluleikur með augljós áhrif frumvarpsins? Hér væri hægt að halda áfram að telja upp gagnrýnisatriði, sem Ingvar lætur ósvarað, en áhugasömum skal vísað á umsögnina á vef FA. Ástin á ÁTVR Ingvar hefur eitthvað misskilið meinta ást FA á ÁTVR. Í umsögn félagsins segir þannig: „Með frumvarpinu sem hér er birt í drögum er verið að heimila innlenda vefverzlun og smásölu áfengisframleiðenda á eigin framleiðslu en hægt er að færa rök fyrir því að með málinu sé íslenzka ríkið í raun að hafna því að einkaréttur ÁTVR á sölu áfengis byggi á lýðheilsusjónarmiðum og þar með sé forsendan fyrir einkarétti ÁTVR brostin. Að mati FA verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Verði frumvarpið að lögum hlýtur að vera óumflýjanlegt að einkaréttur ÁTVR í smásölu verði afnuminn enda stenzt einokun ríkisins á sölu áfengis í hefðbundinni smásölu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða þá enga skoðun.“ Alltaf á móti öllu? Drögin að frumvarpi dómsmálaráðherra eiga á endanum að verða stjórnarfrumvarp og nauðsynlegt er að við samningu slíkra mála sé vandað til verka. Þar er augljóslega hægt að gera miklu betur. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram allmörg þingmannafrumvörp á Alþingi um breytingar á smásölu áfengis og hefur FA oft verið gagnrýnið á málatilbúnaðinn með sambærilegum rökum. Ingvar segir í grein sinni: „Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt.“ Þetta er alls ekki rétt hjá frumvarpsdragahöfundinum. Árið 2017, á 146. löggjafarþingi, var lagt fram frumvarp Teits Björns Einarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmanna til breytinga á áfengislöggjöfinni. FA fagnaði mjög þeim jákvæðu breytingum sem fram komu í því frumvarpi miðað við fyrri frumvörp og taldi komið verulega til móts við ábendingar félagsins. Umsögnina má lesa á vef FA. Ekki hefði þurft miklar breytingar á því frumvarpi til að þar hefði verið komin viðunandi umgjörð um sölu, markaðssetningu og skattlagningu áfengis að mati FA. Í meðförum þingsins tók frumvarpið hins vegar verulegum breytingum til hins verra, sem síðan rötuðu inn í síðari frumvörp. Hálfkákið býr til ný vandamál Ingvar skammar Félag atvinnurekenda fyrir þá afstöðu að vilja heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, með viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Félagið hefur viljað að stjórnvöld stæðu fyrir víðtækum breytingum á löggjöf um sölufyrirkomulag, markaðssetningu og skattlagningu áfengis. Fyrir þeirri afstöðu er einföld ástæða og hún er tekin saman í umsögninni um frumvarpsdrögin: „Markmið ráðherra um aukið jafnræði og viðskiptafrelsi eru góð og gild, en eins og FA hefur ítrekað bent á, er mikil hætta á að með því að gera breytingar á markaðnum í smábútum og með hálfkáki eins og lagt er til í þessu frumvarpi verði til nýtt ójafnræði og samkeppnishindranir.“ Ingvari S. Birgissyni og öðrum höfundum frumvarpsdraganna er að síðustu óskað góðs gengis við að vinna úr þeim mörgu athugasemdum frá borgurum, fyrirtækjum og samtökum sem bárust við málið í samráðsgátt stjórnvalda. Þær fá vonandi vandaða og málefnalega meðferð. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Áfengi og tóbak Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ingvar S. Birgisson lögmaður skrifar grein á Vísi í gær og sakar Félag atvinnurekenda um tvískinnung og að verja ríkiseinokun á áfengissölu, af því að félagið hefur sent dómsmálaráðuneytinu gagnrýna umsögn um drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á áfengislögum. Í drögunum er gert ráð fyrir að heimila bæði vefverzlun með áfengi og smásölu þess á framleiðslustöðum innlendra framleiðenda. Ingvar gleymir að segja lesendum frá því að hann er einn af höfundum umræddra frumvarpsdraga (sjá bls. 2 í drögunum), en sú staðreynd skýrir kannski að hann segir að sér hafi „brugðið í brún“ þegar hann las umsögn Félags atvinnurekenda. Í henni er að finna margvíslega málefnalega gagnrýni á frumvarpsdrögin, greinargerð þeirra og mat á áhrifum draganna. Margt bendir til þess að verulegar gloppur séu í þekkingu og skilningi höfunda draganna á áfengismarkaðnum og á þeim lögum og alþjóðasamningum sem horfa þarf til við breytingar á sölufyrirkomulagi áfengis. Ingvar tekur gagnrýni FA óstinnt upp, en gerir þó enga tilraun til að svara henni málefnalega. Nokkur gagnrýnisatriði Tökum nokkur dæmi af gagnrýni FA á frumvarpsdrögin: FA gagnrýnir að eingöngu innlendir framleiðendur sem brugga undir 500.000 lítrum af sterku öli árlega eigi að hafa heimild til að selja áfengi í smásölu. FA bendir á að þetta útilokar nokkra framleiðendur öls og alla framleiðendur annarra og sterkari drykkja, sem eru fjölmargir og fæstir innan vébanda FA. Eiga þó öll sömu rök við um þessi fyrirtæki og smærri ölbrugghús, eins og að þau hafa byggt upp ferðamennsku í kringum rekstur sinn og ættu að fá að selja gestum sínum áfengi sem þeir geta tekið með sér. Hér vill FA ganga lengra í frelsisátt en frumvarpshöfundar. FA gagnrýnir að við samningu frumvarpsins sé ekki horft til jafnræðisreglu EES-samningsins, en hún er brotin með því að eingöngu megi selja í smásölu utan Vínbúða ÁTVR vörur innlendra framleiðenda en ekki framleiðenda í öðrum EES-ríkjum. Það var m.a. niðurstaðan af rækilegri úttekt sænskra stjórnvalda á sambærilegu álitaefni. FA leggur því til að innflytjendur sambærilegra, innfluttra vara fái einnig undanþágu frá einkarétti ÁTVR til smásölu á áfengi. Aftur vill FA ganga lengra í frjálsri samkeppni. FA spyr hvernig eigi að leysa úr þeirri stöðu að með því að netverzlun sé heimiluð sé ÁTVR komin í beina samkeppni við einkafyrirtæki í sölu áfengis á netinu, en hafi áfram einkarétt á hefðbundinni smásölu. Þá sé orðinn til einkaréttarhluti og samkeppnishluti innan ÁTVR eins og fleiri ríkisstofnana, sem hefur yfirleitt ekki kunnað góðri lukku að stýra og þarf þá sérstakt eftirlit með samkeppnisháttum ríkisstofnunarinnar. Út í þetta virðast höfundar frumvarpsdraganna ekkert hafa hugsað. Er þeim alveg sama um ójafna samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki? Í greinargerð draganna eru færð ljómandi góð rök fyrir því að heimila eigi áfengisauglýsingar, enda nái núverandi bann ekki markmiðum sínum og þjóni aðallega þeim tilgangi að skekkja samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda áfengis gagnvart erlendum. Hins vegar er tekið skýrt fram í drögunum að ekki standi til að afnema auglýsingabannið! Hér vill FA klárlega ganga lengra í frjálsræðisátt. Í greinargerðinni er sett fram sú alranga fullyrðing að frumvarpið „hrófli ekki við hlutverki Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins.“ Það má þó vera ljóst hverjum sem les ákvæði draganna að áhrif þeirra verða þau að smásala áfengis færist að stórum hluta til verzlanakeðja á smásölumarkaði, í því formi að fólk panti áfengið á netinu og sæki það í næstu verzlunarferð, sem væri vissulega frábær þægindaauki fyrir neytendur. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að halda því fram að það muni ekki hafa áhrif á ÁTVR. Í umsögn FA segir: „Það hver afdrif þeirrar stofnunar verða og hvernig henni verður gert að bregðast við breytingum á rekstrarumhverfinu mun hafa mikil áhrif á samkeppni á áfengismarkaði. Þessi skortur á faglegri greiningu á áhrifum frumvarpsins dregur því miður mjög úr trúverðugleika málsins.“ Af hverju þessi feluleikur með augljós áhrif frumvarpsins? Hér væri hægt að halda áfram að telja upp gagnrýnisatriði, sem Ingvar lætur ósvarað, en áhugasömum skal vísað á umsögnina á vef FA. Ástin á ÁTVR Ingvar hefur eitthvað misskilið meinta ást FA á ÁTVR. Í umsögn félagsins segir þannig: „Með frumvarpinu sem hér er birt í drögum er verið að heimila innlenda vefverzlun og smásölu áfengisframleiðenda á eigin framleiðslu en hægt er að færa rök fyrir því að með málinu sé íslenzka ríkið í raun að hafna því að einkaréttur ÁTVR á sölu áfengis byggi á lýðheilsusjónarmiðum og þar með sé forsendan fyrir einkarétti ÁTVR brostin. Að mati FA verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Verði frumvarpið að lögum hlýtur að vera óumflýjanlegt að einkaréttur ÁTVR í smásölu verði afnuminn enda stenzt einokun ríkisins á sölu áfengis í hefðbundinni smásölu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða þá enga skoðun.“ Alltaf á móti öllu? Drögin að frumvarpi dómsmálaráðherra eiga á endanum að verða stjórnarfrumvarp og nauðsynlegt er að við samningu slíkra mála sé vandað til verka. Þar er augljóslega hægt að gera miklu betur. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram allmörg þingmannafrumvörp á Alþingi um breytingar á smásölu áfengis og hefur FA oft verið gagnrýnið á málatilbúnaðinn með sambærilegum rökum. Ingvar segir í grein sinni: „Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt.“ Þetta er alls ekki rétt hjá frumvarpsdragahöfundinum. Árið 2017, á 146. löggjafarþingi, var lagt fram frumvarp Teits Björns Einarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmanna til breytinga á áfengislöggjöfinni. FA fagnaði mjög þeim jákvæðu breytingum sem fram komu í því frumvarpi miðað við fyrri frumvörp og taldi komið verulega til móts við ábendingar félagsins. Umsögnina má lesa á vef FA. Ekki hefði þurft miklar breytingar á því frumvarpi til að þar hefði verið komin viðunandi umgjörð um sölu, markaðssetningu og skattlagningu áfengis að mati FA. Í meðförum þingsins tók frumvarpið hins vegar verulegum breytingum til hins verra, sem síðan rötuðu inn í síðari frumvörp. Hálfkákið býr til ný vandamál Ingvar skammar Félag atvinnurekenda fyrir þá afstöðu að vilja heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, með viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Félagið hefur viljað að stjórnvöld stæðu fyrir víðtækum breytingum á löggjöf um sölufyrirkomulag, markaðssetningu og skattlagningu áfengis. Fyrir þeirri afstöðu er einföld ástæða og hún er tekin saman í umsögninni um frumvarpsdrögin: „Markmið ráðherra um aukið jafnræði og viðskiptafrelsi eru góð og gild, en eins og FA hefur ítrekað bent á, er mikil hætta á að með því að gera breytingar á markaðnum í smábútum og með hálfkáki eins og lagt er til í þessu frumvarpi verði til nýtt ójafnræði og samkeppnishindranir.“ Ingvari S. Birgissyni og öðrum höfundum frumvarpsdraganna er að síðustu óskað góðs gengis við að vinna úr þeim mörgu athugasemdum frá borgurum, fyrirtækjum og samtökum sem bárust við málið í samráðsgátt stjórnvalda. Þær fá vonandi vandaða og málefnalega meðferð. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun