Kortin straujuð í auknum mæli innanlands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 09:22 Íslendingar eyða peningum sínum innanlands í auknum mæli enda lítið um utanlandsferðir. Vísir/Vilhelm Íslendingar straujuðu greiðslukortin sín innanlands í töluvert meiri mæli í september í ár en árið á undan. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um helming milli ára. Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í september. Hagsjá Landsbankans greinir frá. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 69 milljörðum króna og jókst um 7 prósent milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er nokkur meiri aukning en mældist í ágúst þegar veltan jókst um 2%, sem var minni aukning en mældist á fyrri mánuðum sumars. Önnur bylgja Covid-19-faraldursins virðist því hafa haft einhver áhrif á neysluvenjur ágústmánaðar, en þau áhrif svo fjarað út þegar leið á september, þrátt fyrir talsverða fjölgun smita þegar leið á mánuðinn. „Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra, enda lítið um utanlandsferðir og margir að bæta upp neyslu erlendis með aukinni neyslu innanlands. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam tæpum 9 mö. kr. í september, sem er samdráttur upp á 53% milli ára,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í byrjun október, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og er líklegt að þess sjáist merki í kortaveltu októbermánaðar, líkt og í fyrstu bylgju faraldursins. Hversu sterk áhrifin verða og hversu lengi þau vara, á þó eftir að koma í ljós og fer eftir því hversu mikið fólk breytir neysluhegðun sinni.“ Verslun Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira
Íslendingar straujuðu greiðslukortin sín innanlands í töluvert meiri mæli í september í ár en árið á undan. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um helming milli ára. Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í september. Hagsjá Landsbankans greinir frá. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 69 milljörðum króna og jókst um 7 prósent milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er nokkur meiri aukning en mældist í ágúst þegar veltan jókst um 2%, sem var minni aukning en mældist á fyrri mánuðum sumars. Önnur bylgja Covid-19-faraldursins virðist því hafa haft einhver áhrif á neysluvenjur ágústmánaðar, en þau áhrif svo fjarað út þegar leið á september, þrátt fyrir talsverða fjölgun smita þegar leið á mánuðinn. „Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra, enda lítið um utanlandsferðir og margir að bæta upp neyslu erlendis með aukinni neyslu innanlands. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam tæpum 9 mö. kr. í september, sem er samdráttur upp á 53% milli ára,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í byrjun október, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og er líklegt að þess sjáist merki í kortaveltu októbermánaðar, líkt og í fyrstu bylgju faraldursins. Hversu sterk áhrifin verða og hversu lengi þau vara, á þó eftir að koma í ljós og fer eftir því hversu mikið fólk breytir neysluhegðun sinni.“
Verslun Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira