Sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 08:26 Bjarni Ákason, fjárfestir, var í gær sýknaður af ákæru um skattsvik en málið má rekja allt aftur til ársins 2007. Vísir/Vilhelm Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“ Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“
Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira