Áfram í varðhaldi vegna hótana, húsbrots og árása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 18:07 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað. Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað.
Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14