Áfram í varðhaldi vegna hótana, húsbrots og árása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 18:07 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað. Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað.
Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14