Vestri nær varla að manna lið í síðustu leikjunum | Bjarni Jó hættir eftir tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 07:01 Hér sjást leikmenn Vestra fagna einu marka sinna í 3-1 útisigri gegn ÍBV í sumar. Stöð 2 Sport Vestri frá Ísafirði og Bolungarvík í Lengjudeild karla í knattspyrnu er eflaust það lið sem er með hvað flesta útlendinga á sínum snærum Leikmenn liðsins fara nær allir heim á næstu dögum og því óvíst hvað gerist ef Lengjudeildin verður kláruð undir lok október eða í byrjun nóvember. Þetta sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks karla hjá félaginu, í viðtali við RÚV í gær. Þá staðfesti félagið einnig í dag að Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, mun hætta þjálfun þess eftir farsæl þrjú ár. „Mikil ánægja hefur verið með störf Bjarna frá því hann kom vestur 2018, en hann kom liðinu okkar upp úr 2. deildinni og skilur það eftir í góðum málum í 1. deildinni. Bjarna verður sárt saknað fyrir vestan, enda eins og sagði, unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn. Knattspyrnudeild Vestra þakkar Bjarna fyrir árin þrjú og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningu á vef félagsins. „Allir erlendir leikmenn Vestra yfirgefa landið 19. október þar sem mótið átti náttúrulega að klárast 17. október. Við sýnum að sjálfsögðu þeim liðum skilning sem hafa að einhverju að keppa. Við erum hólpnir og siglum lygnan sjó í deildinni. Ég geri mér samt fulla grein fyrir því að þau lið sem eru að berjast á botni og toppi vilji klára mótið,“ sagði Samúel, eða Sammi eins og hann er nær alltaf kallaður, við RÚV í gær. Dragist Íslandsmótið í fótbolta mikið lengur eru lið eins og Vestri í bobba. Þar hafa verið 10 erlendir leikmenn í ár. Allir nema tveir fara heim á mánudag og hinir um mánaðamótin. @SSamelsson formaður meistaraflokksráðs Vestra var í viðtali um stöðuna.https://t.co/MabiulvkZx— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 14, 2020 Vestri á að mæta Magna frá Grenivík í næstsíðustu umferð mótsins. Magni er ásamt Þrótti Reykjavík og Leikni Fáskrúðsfirði í harðri fallbaráttu. Öll þrjú liðin eru með 12 stig sem stendur og gæti það hjálpað Magna verulega ef Vestri verður án allt að tíu erlendra leikmanna í þeim leik. „Við munum aldrei fá sanngjarna niðurstöðu í mótið úr því sem komið er. En því verður ekki breytt að okkar leikmenn muni yfirgefa landið 19. október og við verðum mjög fámennir eftir það.“ Hafa lánað unga leikmenn í 4. deildarlið Harðar „Við náðum að framlengja samningum við tvo erlenda leikmenn fram að mánaðamótum en ekki við fleiri. Við lögðum ekkert gríðarlega mikið kapp á það. Við erum að hugsa um okkur sjálfa í þessu, ég verð nú að viðurkenna það. Við erum hólpnir í deildinni og sjáum ekki neinn tilgang í því að fara að bæta við kostnaði á þetta tímabil,“ sagði Samúel. „Við eigum í lið fram að mánaðamótum, en hópurinn er ekki stór. Við höfum lánað marga af okkar yngri leikmönnum í 4. deildarlið Harðar. Þannig þeir eru þar að leiðandi bundnir þar. Þannig við getum ekki kallað þá til baka á þessum tímapunkti. Ég sé fyrir mér að við getum spilað þessa leiki ef mótið klárast fyrir mánaðamót. En ef þetta dregst lengur að þá verðum við bara í þeirri stöðu að þurfa að spila mjög ungum leikmönnum,“ sagði Samúel en hann telur það ekki gera neinum greiða að stilla upp liði nær eingöngu skipað mönnum úr 3. flokki félagsins. Vestri á einn heimaleik eftir í Lengjudeildinni og fer hann líklega fram á gervigrasvellinum á Dalvík vegna veðurs á Ísafirði. „Það er nú yfirleitt gott veður hérna fyrir vestan. En þegar við erum komin inn í nóvember, jafnvel þó það yrði ekki kominn snjór, heldur bara um leið og það kemur frost í völlinn er hann óleikhæfur,“ sagði Samúel að lokum í viðtali við RÚV. Viðtal RÚV má lesa í heild sinni hér. Þar má einnig finna upptöku af viðtali Samma við RÚV. Fótbolti Lengjudeildin Ísafjarðarbær Bolungarvík Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Vestri frá Ísafirði og Bolungarvík í Lengjudeild karla í knattspyrnu er eflaust það lið sem er með hvað flesta útlendinga á sínum snærum Leikmenn liðsins fara nær allir heim á næstu dögum og því óvíst hvað gerist ef Lengjudeildin verður kláruð undir lok október eða í byrjun nóvember. Þetta sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks karla hjá félaginu, í viðtali við RÚV í gær. Þá staðfesti félagið einnig í dag að Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, mun hætta þjálfun þess eftir farsæl þrjú ár. „Mikil ánægja hefur verið með störf Bjarna frá því hann kom vestur 2018, en hann kom liðinu okkar upp úr 2. deildinni og skilur það eftir í góðum málum í 1. deildinni. Bjarna verður sárt saknað fyrir vestan, enda eins og sagði, unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn. Knattspyrnudeild Vestra þakkar Bjarna fyrir árin þrjú og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningu á vef félagsins. „Allir erlendir leikmenn Vestra yfirgefa landið 19. október þar sem mótið átti náttúrulega að klárast 17. október. Við sýnum að sjálfsögðu þeim liðum skilning sem hafa að einhverju að keppa. Við erum hólpnir og siglum lygnan sjó í deildinni. Ég geri mér samt fulla grein fyrir því að þau lið sem eru að berjast á botni og toppi vilji klára mótið,“ sagði Samúel, eða Sammi eins og hann er nær alltaf kallaður, við RÚV í gær. Dragist Íslandsmótið í fótbolta mikið lengur eru lið eins og Vestri í bobba. Þar hafa verið 10 erlendir leikmenn í ár. Allir nema tveir fara heim á mánudag og hinir um mánaðamótin. @SSamelsson formaður meistaraflokksráðs Vestra var í viðtali um stöðuna.https://t.co/MabiulvkZx— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 14, 2020 Vestri á að mæta Magna frá Grenivík í næstsíðustu umferð mótsins. Magni er ásamt Þrótti Reykjavík og Leikni Fáskrúðsfirði í harðri fallbaráttu. Öll þrjú liðin eru með 12 stig sem stendur og gæti það hjálpað Magna verulega ef Vestri verður án allt að tíu erlendra leikmanna í þeim leik. „Við munum aldrei fá sanngjarna niðurstöðu í mótið úr því sem komið er. En því verður ekki breytt að okkar leikmenn muni yfirgefa landið 19. október og við verðum mjög fámennir eftir það.“ Hafa lánað unga leikmenn í 4. deildarlið Harðar „Við náðum að framlengja samningum við tvo erlenda leikmenn fram að mánaðamótum en ekki við fleiri. Við lögðum ekkert gríðarlega mikið kapp á það. Við erum að hugsa um okkur sjálfa í þessu, ég verð nú að viðurkenna það. Við erum hólpnir í deildinni og sjáum ekki neinn tilgang í því að fara að bæta við kostnaði á þetta tímabil,“ sagði Samúel. „Við eigum í lið fram að mánaðamótum, en hópurinn er ekki stór. Við höfum lánað marga af okkar yngri leikmönnum í 4. deildarlið Harðar. Þannig þeir eru þar að leiðandi bundnir þar. Þannig við getum ekki kallað þá til baka á þessum tímapunkti. Ég sé fyrir mér að við getum spilað þessa leiki ef mótið klárast fyrir mánaðamót. En ef þetta dregst lengur að þá verðum við bara í þeirri stöðu að þurfa að spila mjög ungum leikmönnum,“ sagði Samúel en hann telur það ekki gera neinum greiða að stilla upp liði nær eingöngu skipað mönnum úr 3. flokki félagsins. Vestri á einn heimaleik eftir í Lengjudeildinni og fer hann líklega fram á gervigrasvellinum á Dalvík vegna veðurs á Ísafirði. „Það er nú yfirleitt gott veður hérna fyrir vestan. En þegar við erum komin inn í nóvember, jafnvel þó það yrði ekki kominn snjór, heldur bara um leið og það kemur frost í völlinn er hann óleikhæfur,“ sagði Samúel að lokum í viðtali við RÚV. Viðtal RÚV má lesa í heild sinni hér. Þar má einnig finna upptöku af viðtali Samma við RÚV.
Fótbolti Lengjudeildin Ísafjarðarbær Bolungarvík Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira