Er bílastæðavandi í miðbæ Reykjavíkur? Páll Tómas Finnsson skrifar 12. október 2020 13:01 Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Göngugötur Reykjavík Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar