Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 16:04 Íslendingar kynntust fyrst C-17 Globemaster-herflutningaþotunni þegar slík vél flutti háhyrninginn Keiko til Vestmannaeyja árið 1998. Þetta er langstærsta flugvél sem lent hefur í Eyjum og raunar einnig á Reykjavíkurflugvelli. U.S. Air Force/Shane A. Cuomo. Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum: NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum:
NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30
Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45