Öryggis- og varnarmál

Fréttamynd

Heitt í hamsi vegna Græn­lands

Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Kallar full­trúa sendi­ráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“

Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir upp­lýsingum um kín­verska strætis­vagna á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir svörum frá innviðaráðherra um strætisvagna á Íslandi frá kínverska framleiðandanum Yutong. Fyrirspurnina leggur Þórdís fyrir ráðherrann á Alþingi, í framhaldi af fréttum frá Norðurlöndum þar sem bent hefur verið á möguleika þess að framleiðandinn kínverski gæti haft áhrif á virkni vagnanna með rafrænum hætti. Þórdís vill vita hversu margir vagnar frá framleiðendanum eru í umferð hjá hinu opinbera og hvort stjórnvöld hér á landi hafi með einhverjum hætti brugðist við.

Innlent
Fréttamynd

Vilja geta sett her­lög á eyju norðan Ís­lands

Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Tveir full­trúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru

Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu herafla á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið fyrir tilviljun af stað akkúrat í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sam­vinna, en ekki ein­angrun

Í dag blasir við okkur allt önnur heimsmynd en fyrir aðeins örfáum árum síðan. Við lifum á tímum skjótra breytinga og mikillar óvissu.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land á kross­götum

Í umræðunni um áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur ráðamönnum hvaðanæva að verið tíðrætt um nauðsyn og rétt þjóða til að verja lýðræðið, menningu, tungu og gildi sín.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð­verjar horfi í ríkari mæli að Norður-At­lants­hafi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt.

Innlent
Fréttamynd

Að óttast að það verði sem orðið er

Sagt hefur verið að það sem við óttumst mest hafi nú þegar gerst. Það má túlka þessa setningu á marga vegu, en þessa dagana hefur hún komið upp í hugann í tengslum við umræðuna um yfirlýst áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að yfirtaka Grænland.

Skoðun
Fréttamynd

Banda­ríkin áður mun öflugri á Græn­landi

Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka.

Erlent
Fréttamynd

Trump sé til­búinn að ganga „eins langt og nauð­syn­legt er“ gagn­vart Græn­landi

Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Vill senda danska her­menn til Græn­lands

Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Fáar vís­bendingar um miklar breytingar í Venesúela

Brotthvarf Nikolas Madúró forseta Venesúela er ótvírætt högg fyrir stjórn sósíalista í landinu. Það raskar starfi þeirra og skapar tækifæri til breytinga, en um leið er ólíklegt að handtaka hans ein og sér skili langlífum breytingum á stjórnarfari landsins. Skipulagslegt viðnámsþol, samheldni valdastéttarinnar, stofnanaleg dýpt og ytri pólitísk áhrif takmarka áhrifin af brotthvarfi forsetans.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

Segir skyn­sam­legt að anda með nefinu varðandi Græn­land

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við ESB settur á oddinn og þjóðar­at­kvæða­greiðsla brátt fyrir þingið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­mál Ís­lands eru í upp­námi

Engin vafi er á því að með árás Bandaríkjanna á Venesúela og brottnám forseta landsins til að standa andspænis dómstól í New York er söguleg og um leið ískyggileg breyting á alþjóðaskipan sem hefur verið við lýði allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“

Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“.

Erlent
Fréttamynd

„Það mun reyna á okkur hér“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika.

Innlent