Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 12:05 Breiðablik - Fylkir Pepsí max deild ksí íslandsmót karla, sumar 2020 / ljósmynd Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46