Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 12:05 Breiðablik - Fylkir Pepsí max deild ksí íslandsmót karla, sumar 2020 / ljósmynd Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46