Lífið

Enginn hænsnakofi hjá Felix og Baldri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Felix og Baldur eignuðust tvö barnabörn með mjög stuttu millibili fyrir nokkrum vikum. 
Felix og Baldur eignuðust tvö barnabörn með mjög stuttu millibili fyrir nokkrum vikum.  Mynd/Instagram-síða Felix.

Fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fengu ekki leyfi frá borginni að vera með hænsnakofa við lóð sína við Starhaga 5 í vestur í bæ.

Þeir höfðu lagt inn umsókn hjá Reykjavíkurborg og fengu að lokum höfnun. Vefsíðan man.is greinir frá málinu.

Í umsögn Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar segir:

„Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. september 2020 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar dags. 17. september 2020 vegna umsóknar um hænsnahald á lóð nr. 5 við Starhaga, en óskað er eftir umsögn um hvort heimilt er að vera með hænsnakofa upp við lóðarmörk og að gerði fari út fyrir lóð, samkvæmt skissu á afstöðumynd ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2020. Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2020.”

Fjallað var um heimili Baldur og Felix í þáttunum Falleg íslensk heimili á Stöð 2 árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×