Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2026 12:06 Kristleifur sér um tröllaskemmuna í ár líkt og fyrri ár. Árleg þrettándagleði fer fram í Vestmannaeyjum með tilheyrandi hátíðarhöldum um helgina og er forseti Íslands í opinberri heimsókn í Eyjum á sama tíma. Einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar segir ekkert henni líkt á landinu öllu. Á meðan flestir landsmenn halda upp á þrettándann þann 6. janúar halda Eyjamenn fast í hefðirnar og skipuleggja hátíðarhöld þá helgi sem hentar í upphafi janúar. Öllu verður tjaldað til með helgarlangri dagskrá enda eru forsetahjónin þau Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason í opinberri heimsókn í Eyjum þessa helgi og taka þátt í hátíðarhöldunum. Kristleifur Guðmundsson bryti á Herjólfi fær á ári hverju vikulangt frí vegna hátíðarinnar en hann er umsjónarmaður hinnar svokölluðu tröllasmiðju. „Þetta er í rauninni svona vetrarhátíð þar sem við erum með alla helgina undirlagða í þrettándann, þess vegna færum við þetta yfir á helgi. Eins og ég segi þetta er sennilega stærsta fjölskyldu og skemmtihátíð á landinu, kannski fyrir utan Þjóðhátíð.“ Þannig verður haldið Grímuball í dag og þrettándaball í kvöld og hápunkturinn þegar fer fram flugeldasýning, blysför, álfabrenna og tröllaganga. „Það eru eitthvað um hundrað tröll og þetta er búið að vera hefð frá því ég veit ekki hvenær. Þetta er búið að vera í milljón ár og maður hefur spjallað við fólk og þú þarft eiginlega bara að upplifa það til að finna hvað þetta er stórkostlegt.“ Kristleifur segir tröllin verða með hefðbundnu sniði í ár, líklegt þyki að mörgum muni þykja þau ógnvekjandi enda metnaður lagður í gerð þeirra. „Og svo labba bæjarbúar í gegnum bæinn með tröllum og jólasveinum og Grýlu og Leppa og dansa í kringum varðeldinn eins og alvöru sértrúarsöfnuður. Svo er þetta bara líf og fjör og flugeldasýningar og flugeldaball um kvöldið, þrettándaball um kvöldið segi ég og eins og ég segi þetta er bara gleði.“ Vestmannaeyjar Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Á meðan flestir landsmenn halda upp á þrettándann þann 6. janúar halda Eyjamenn fast í hefðirnar og skipuleggja hátíðarhöld þá helgi sem hentar í upphafi janúar. Öllu verður tjaldað til með helgarlangri dagskrá enda eru forsetahjónin þau Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason í opinberri heimsókn í Eyjum þessa helgi og taka þátt í hátíðarhöldunum. Kristleifur Guðmundsson bryti á Herjólfi fær á ári hverju vikulangt frí vegna hátíðarinnar en hann er umsjónarmaður hinnar svokölluðu tröllasmiðju. „Þetta er í rauninni svona vetrarhátíð þar sem við erum með alla helgina undirlagða í þrettándann, þess vegna færum við þetta yfir á helgi. Eins og ég segi þetta er sennilega stærsta fjölskyldu og skemmtihátíð á landinu, kannski fyrir utan Þjóðhátíð.“ Þannig verður haldið Grímuball í dag og þrettándaball í kvöld og hápunkturinn þegar fer fram flugeldasýning, blysför, álfabrenna og tröllaganga. „Það eru eitthvað um hundrað tröll og þetta er búið að vera hefð frá því ég veit ekki hvenær. Þetta er búið að vera í milljón ár og maður hefur spjallað við fólk og þú þarft eiginlega bara að upplifa það til að finna hvað þetta er stórkostlegt.“ Kristleifur segir tröllin verða með hefðbundnu sniði í ár, líklegt þyki að mörgum muni þykja þau ógnvekjandi enda metnaður lagður í gerð þeirra. „Og svo labba bæjarbúar í gegnum bæinn með tröllum og jólasveinum og Grýlu og Leppa og dansa í kringum varðeldinn eins og alvöru sértrúarsöfnuður. Svo er þetta bara líf og fjör og flugeldasýningar og flugeldaball um kvöldið, þrettándaball um kvöldið segi ég og eins og ég segi þetta er bara gleði.“
Vestmannaeyjar Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira