Innlent

Játaði brot gegn fyrr­verandi unnustu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni 800 þúsund krónur í miskabætur.
Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni 800 þúsund krónur í miskabætur. Vísir/Vilhelm

Maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni 800 þúsund krónur í miskabætur fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar. Maðurinn hafði fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem hann var ákærður fyrir.

Maðurinn hafði í desember 2018 sent þáverandi kærasta fyrrverandi unnustu sinnar skilaboð þar sem hann meðal annars lýsti fyrrverandi unnustu sinni sem óheiðarlegri, uppnefndi hana ítrekað og staðhæfði að hún hefði veitt sér munnmök á sama tíma og hún var í sambandi með þáverandi kærasta sínum. Þetta kemur fram í dómnum

Þá hafði hann í byrjun desember 2018 sent þáverandi kærastanum og þremur til viðbótar kynferðislegt myndband af konunni og með því sært blygðunarsemi hennar, móðgað hana og smánað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×