Harmar ofnotkun „Kaíró“ kerfisins sem kallað er „Ísland“ í Þýskalandi Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 14:01 Rúnar Sigtryggsson stakk upp á að lið yrðu verðlaunuð fyrir að spara Kaíró-kerfið og sagði mörg önnur kerfi í boði. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars
Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira