Harmar ofnotkun „Kaíró“ kerfisins sem kallað er „Ísland“ í Þýskalandi Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 14:01 Rúnar Sigtryggsson stakk upp á að lið yrðu verðlaunuð fyrir að spara Kaíró-kerfið og sagði mörg önnur kerfi í boði. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars
Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira