Fjárlagafrumvarp, þingsetning og stefnuræða forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 06:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnir í dag síðasta frumvarp ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kórónukreppunni. Vísir/Vilhelm Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira