Galopið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Katrín Oddsdóttir skrifar 30. september 2020 11:30 Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best á þessum einkennilegu tímum sem við göngum nú í gegnum. Mig langar enn og aftur að rita þér örfá orð um stjórnarskrámál Íslands. Tilefnið er að nú hafa yfir 26.200 kjósendur skrifað undir kröfuna um að nýja stjórnarskráin skuli lögfest. Undirskriftum hefur því fjölgað um meira en 10.000 frá því ég skrifaði þér síðast opið bréf, fyrir um mánuði síðan. Þetta eru staðfestar undirskriftir sem þýðir að hver einasta manneskja á listanum hefur náð kosningaaldri og notað rafræn auðkenni til að setja nafn sitt á listann. Aldrei áður hefur viðlíka fjöldi af staðfestum undirskriftum safnast hér á landi, sem tengist eflaust þeirri staðreynd að aldrei áður hefur niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verið hunsuð hér á landi. Ekki fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána var haldin. Árið 2012 boðaði Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar svöruðu um 67% þeirra sem mættu á kjörstað eftirfarandi spurningu játandi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?” Ég hef feitletrað tvö orð í þessari spurningu sem skipta lykilmáli. Ef virða á niðurstöðu þessarar lögmætu þjóðaratkvæðagreiðslu þarf Alþingi að leggja fram frumvarp (í eintölu) að nýrri stjórnarskrá. Nú stendur yfir vinna sem þú stýrir sem miðar að því að taka tiltekin ákvæði stjórnarskrár og bæta þeim sem mismunandi frumvörpum inn í gildandi stjórnarskrá. Gildandi stjórnarskrá er, eins og við vitum báðar, að grunninum til gömul dönsk stjórnarskrá fyrir konungsríki sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða. Af hálfu Alþingis virðist ekki örla á frumvarpinu að þeirri nýju stjórnarskrá sem kjósendur voru spurðir um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það líður ekki sá dagur að ég spyrji mig hverju þetta raunverulega sæti. Kæra nafna. Við erum lýðræðisríki og allt vald sem þið kjörnir fulltrúar sýslið með dagsdaglega sprettur frá þjóðinni. Sjálf grundvallarlögin þurfa að koma frá þjóðinni vegna þess að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn en ekki Alþingi. Í það eina skipti sem kjósendur hafa verið spurðir með beinum hætti hvaða stjórnarskrá skyldi lögfest á Íslandi var svarið kristalskýrt. Eins og svo mörgum samborgurum mínum, þykir mér afar vænt um Alþingi Íslendinga og fulltrúalýðræðið okkar. Þess vegna er sárt að sjá það litla traust sem þessi grundvallarstofnun nýtur á meðal almennings. Öll okkar sameiginlegu kerfi byggja í grunninn á trausti. Ef það hverfur verður erfitt eða ógerlegt fyrir kerfið að virka með þeim hætti sem það á að gera. Ég veit að þú vilt bæta traust á löggjafa landsins og brúa þá gjá sem gjarnan sést á milli þings og þjóðar. Ég held hins vegar að það sé ógerlegt að ná því takmarki á meðan Alþingi leyfir sér að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána. Ég vil því hvetja þig til þess að nýta tækifærið sem gefst til endurskoðunar á gildum okkar, aðferðum og framtíð sem þjóð í því ástandi sem við erum nú stödd í. Ef við komum út úr þessu kóf-tímabili með nýjan samfélagssáttmála, sem kjósendur hafa þegar sagt að þeir vilji að sé lagður til grundvallar, þá hefur þetta allt verið til einhvers. Ég veit að þú leggur hart að þér í störfum þínum fyrir þessa þjóð. Stjórnarskrármálið getur verið leið þín til að gera afar mikilvæga breytingu á þessu kjörtímabili fólkinu sem býr hér til heilla. Það er ekkert skammarlegt við að skipta um skoðun, og það er það sem ég bið þig hér með um að gera. Kæra Katrín, viltu vera svo væn að hlusta á ákall yfir 26 þúsund kjósenda og leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á þessu kjörtímabili? Ég hvet alla kjósendur á Íslandi til að láta sig þetta mikilvæga mál varða og kynna sér nýju stjórnarskrána og skrifa undir kröfuna um lögfestingu hennar. Einn daginn mun þessi stjórnarskrá verða grundvöllur stjórnarskrár Íslands því fullveldi þjóðarinnar veltur á því að á hana sé hlustað af þeim sem fara með valdið hverju sinni. Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best á þessum einkennilegu tímum sem við göngum nú í gegnum. Mig langar enn og aftur að rita þér örfá orð um stjórnarskrámál Íslands. Tilefnið er að nú hafa yfir 26.200 kjósendur skrifað undir kröfuna um að nýja stjórnarskráin skuli lögfest. Undirskriftum hefur því fjölgað um meira en 10.000 frá því ég skrifaði þér síðast opið bréf, fyrir um mánuði síðan. Þetta eru staðfestar undirskriftir sem þýðir að hver einasta manneskja á listanum hefur náð kosningaaldri og notað rafræn auðkenni til að setja nafn sitt á listann. Aldrei áður hefur viðlíka fjöldi af staðfestum undirskriftum safnast hér á landi, sem tengist eflaust þeirri staðreynd að aldrei áður hefur niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verið hunsuð hér á landi. Ekki fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána var haldin. Árið 2012 boðaði Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar svöruðu um 67% þeirra sem mættu á kjörstað eftirfarandi spurningu játandi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?” Ég hef feitletrað tvö orð í þessari spurningu sem skipta lykilmáli. Ef virða á niðurstöðu þessarar lögmætu þjóðaratkvæðagreiðslu þarf Alþingi að leggja fram frumvarp (í eintölu) að nýrri stjórnarskrá. Nú stendur yfir vinna sem þú stýrir sem miðar að því að taka tiltekin ákvæði stjórnarskrár og bæta þeim sem mismunandi frumvörpum inn í gildandi stjórnarskrá. Gildandi stjórnarskrá er, eins og við vitum báðar, að grunninum til gömul dönsk stjórnarskrá fyrir konungsríki sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða. Af hálfu Alþingis virðist ekki örla á frumvarpinu að þeirri nýju stjórnarskrá sem kjósendur voru spurðir um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það líður ekki sá dagur að ég spyrji mig hverju þetta raunverulega sæti. Kæra nafna. Við erum lýðræðisríki og allt vald sem þið kjörnir fulltrúar sýslið með dagsdaglega sprettur frá þjóðinni. Sjálf grundvallarlögin þurfa að koma frá þjóðinni vegna þess að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn en ekki Alþingi. Í það eina skipti sem kjósendur hafa verið spurðir með beinum hætti hvaða stjórnarskrá skyldi lögfest á Íslandi var svarið kristalskýrt. Eins og svo mörgum samborgurum mínum, þykir mér afar vænt um Alþingi Íslendinga og fulltrúalýðræðið okkar. Þess vegna er sárt að sjá það litla traust sem þessi grundvallarstofnun nýtur á meðal almennings. Öll okkar sameiginlegu kerfi byggja í grunninn á trausti. Ef það hverfur verður erfitt eða ógerlegt fyrir kerfið að virka með þeim hætti sem það á að gera. Ég veit að þú vilt bæta traust á löggjafa landsins og brúa þá gjá sem gjarnan sést á milli þings og þjóðar. Ég held hins vegar að það sé ógerlegt að ná því takmarki á meðan Alþingi leyfir sér að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána. Ég vil því hvetja þig til þess að nýta tækifærið sem gefst til endurskoðunar á gildum okkar, aðferðum og framtíð sem þjóð í því ástandi sem við erum nú stödd í. Ef við komum út úr þessu kóf-tímabili með nýjan samfélagssáttmála, sem kjósendur hafa þegar sagt að þeir vilji að sé lagður til grundvallar, þá hefur þetta allt verið til einhvers. Ég veit að þú leggur hart að þér í störfum þínum fyrir þessa þjóð. Stjórnarskrármálið getur verið leið þín til að gera afar mikilvæga breytingu á þessu kjörtímabili fólkinu sem býr hér til heilla. Það er ekkert skammarlegt við að skipta um skoðun, og það er það sem ég bið þig hér með um að gera. Kæra Katrín, viltu vera svo væn að hlusta á ákall yfir 26 þúsund kjósenda og leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á þessu kjörtímabili? Ég hvet alla kjósendur á Íslandi til að láta sig þetta mikilvæga mál varða og kynna sér nýju stjórnarskrána og skrifa undir kröfuna um lögfestingu hennar. Einn daginn mun þessi stjórnarskrá verða grundvöllur stjórnarskrár Íslands því fullveldi þjóðarinnar veltur á því að á hana sé hlustað af þeim sem fara með valdið hverju sinni. Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun