Keflavík með pálmann í höndunum | Draumurinn úti hjá Eyjamönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 18:00 Keflavík er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári. Vísir/Vilhelm Fjórum af sex leikjum dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu er nú lokið. Topplið Keflavíkur steig risaskref í átt að sæti í Pepsi Max deildinni að ári með öruggum sigri á ÍBV. Að sama skapi eru vonir Eyjamanna litlar sem engar þó enn sé tölfræðilegur möguleiki á að liðið komist upp þá er hann ekki raunhæfur. Grindavík pakkaði Víking Ólafsvík saman á heimavelli, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð þar sem liðið lagði heimamenn í Vestra og Þór Akureyri og Afturelding skildu jöfn. Karlalið Keflavíkur að feta í fótspor kvennaliðs félagsins Leikur Keflavíkur og ÍBV var aðeins sjö mínútna gamall þegar Davíð Snær Jóhannsson kom heimamönnum yfir. Joey Gibbs – markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar – fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Keflavík fékk þá víti en Halldór Páll Geirsson – markvörður ÍBV – gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gibbs sem og frákastaði. Gary John Martn jafnaði metin strax í næstu sókn en það eru þó skiptar skoðanir hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Markið stóð hins vegar og staðan því 1-1 í hálfleik. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu Gibbs. Frans Elvarsson kom svo heimamönnum í 3-1 þegar 25 mínútur voru til leiksloka með marki af vítapunktinum. Keflavík sankaði að sér gulum spjöldum í dag, alls fengu þeir sjö gul spjöld í leiknum. Ari Steinn nældi í sitt annað á 78. mínútu og því þurftu heimamenn að klára leikinn með aðeins tíu manns á vellinum. Það kom ekki að sök og lokatölur 3-1 Keflavík í vil. Grindavík kláraði leikinn á fyrstu fimmtán Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Víking Ólafsvík þar sem Oddur Ingi Bjarnason – lánsmaður frá KR – var svo sannarlega í sviðsljósinu. Hann kom Grindavík yfir strax á 1. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík í 2-0 á 12. mínútu leiksins og þremur mínútum síðar lagði Oddur Ingi upp mark fyrir Guðmund Magnússon. Staðan því orðin 3-0 þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar og reyndust það lokatölur leiksins. Oddur átti þó eftir að koma við sögu í síðari hálfleik en þegar rúmur klukkutími var liðinn fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ólsarar náðu ekki að nýta sér það að vera manni fleiri og lauk leiknum með 3-0 sigri Grindavíkur. Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fram er liðið lagði Vestra 2-1 á útivelli en Nacho Gil minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þá gerðu Þór Akureyri og Afturelding 1-1 jafntefli en bæði mörkin komu af vítapunktinum undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson kom Aftureldingu yfir en Alvaro Montejo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í deildinni Keflavík er á toppi deildarinnar með 40 stig – ásamt því að eiga leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Fram er þar fyrir neðan en það stefnir allt í að Leiknir Reykjavík taki af þeim 2. sætið þar sem þeir virðast ætla að landa öruggum sigri gegn nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Liðin eru þó jöfn að stigum en bæði eru með 39 stig. Grindavík er komið í 4. sæti með 32 stig en Eyjamenn sitja þar fyrir neðan með 30 stig. Þrátt fyrir 3-0 tap þurfa Víkingar frá Ólafsvík ekki mikið að stressa sig á að falla en þeir eru í 9. sæti, sjö stigum frá fallsæti sem stendur. Magni Grenivík heimsækir Þrótt Reykjavík í leik sem þeir verða nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Fjórum af sex leikjum dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu er nú lokið. Topplið Keflavíkur steig risaskref í átt að sæti í Pepsi Max deildinni að ári með öruggum sigri á ÍBV. Að sama skapi eru vonir Eyjamanna litlar sem engar þó enn sé tölfræðilegur möguleiki á að liðið komist upp þá er hann ekki raunhæfur. Grindavík pakkaði Víking Ólafsvík saman á heimavelli, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð þar sem liðið lagði heimamenn í Vestra og Þór Akureyri og Afturelding skildu jöfn. Karlalið Keflavíkur að feta í fótspor kvennaliðs félagsins Leikur Keflavíkur og ÍBV var aðeins sjö mínútna gamall þegar Davíð Snær Jóhannsson kom heimamönnum yfir. Joey Gibbs – markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar – fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Keflavík fékk þá víti en Halldór Páll Geirsson – markvörður ÍBV – gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gibbs sem og frákastaði. Gary John Martn jafnaði metin strax í næstu sókn en það eru þó skiptar skoðanir hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Markið stóð hins vegar og staðan því 1-1 í hálfleik. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu Gibbs. Frans Elvarsson kom svo heimamönnum í 3-1 þegar 25 mínútur voru til leiksloka með marki af vítapunktinum. Keflavík sankaði að sér gulum spjöldum í dag, alls fengu þeir sjö gul spjöld í leiknum. Ari Steinn nældi í sitt annað á 78. mínútu og því þurftu heimamenn að klára leikinn með aðeins tíu manns á vellinum. Það kom ekki að sök og lokatölur 3-1 Keflavík í vil. Grindavík kláraði leikinn á fyrstu fimmtán Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Víking Ólafsvík þar sem Oddur Ingi Bjarnason – lánsmaður frá KR – var svo sannarlega í sviðsljósinu. Hann kom Grindavík yfir strax á 1. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík í 2-0 á 12. mínútu leiksins og þremur mínútum síðar lagði Oddur Ingi upp mark fyrir Guðmund Magnússon. Staðan því orðin 3-0 þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar og reyndust það lokatölur leiksins. Oddur átti þó eftir að koma við sögu í síðari hálfleik en þegar rúmur klukkutími var liðinn fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ólsarar náðu ekki að nýta sér það að vera manni fleiri og lauk leiknum með 3-0 sigri Grindavíkur. Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fram er liðið lagði Vestra 2-1 á útivelli en Nacho Gil minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þá gerðu Þór Akureyri og Afturelding 1-1 jafntefli en bæði mörkin komu af vítapunktinum undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson kom Aftureldingu yfir en Alvaro Montejo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í deildinni Keflavík er á toppi deildarinnar með 40 stig – ásamt því að eiga leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Fram er þar fyrir neðan en það stefnir allt í að Leiknir Reykjavík taki af þeim 2. sætið þar sem þeir virðast ætla að landa öruggum sigri gegn nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Liðin eru þó jöfn að stigum en bæði eru með 39 stig. Grindavík er komið í 4. sæti með 32 stig en Eyjamenn sitja þar fyrir neðan með 30 stig. Þrátt fyrir 3-0 tap þurfa Víkingar frá Ólafsvík ekki mikið að stressa sig á að falla en þeir eru í 9. sæti, sjö stigum frá fallsæti sem stendur. Magni Grenivík heimsækir Þrótt Reykjavík í leik sem þeir verða nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira