Í fátæktina fórnað Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 28. september 2020 08:01 Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist. Svipaða sögu er að segja á Akureyri, en vefmiðillinn Kaffið.is greinir frá því að hópurinn „Matargjafir Akureyri og nágrenni“ eigi í vandræðum með að anna stóraukinni eftirspurn eftir mataraðstoð. Beiðnum hafi fjölgað stöðugt og nú sé hópurinn að afgreiða rúmlega 200 beiðnir á mánuði. Fyrirséð staða Þessi staða er fyrirséð og við henni hefur verið varað. Grunnatvinnuleysisbætur eru aðeins um 240 þúsund krónur eftir skatt og ekki í neinu samræmi við raunverulegan framfærslukostnað fólks. Í júlí sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, að allar líkur væru á að á næstu mánuðum myndi þeim fjölga sem búa við sárafátækt. Þessi spá er að raungerast fyrir augum okkar á meðan ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og gerir ekkert. Samfylkingin hefur ítrekað kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta en því miður hafa allar tillögur þess efnis verið felldar af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Rök ríkisstjórnarinnar hafa m.a. verið þau að það verði að hvetja fólk til að leita sér að vinnu. Þau rök eiga hins vegar ekki við í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Það er einfaldlega enga vinnu að fá. Málflutningur stjórnarliða hefur einnig verið á þá leið að mikilvægara sé að skapa störf en að hækka bætur. Gott og vel. En er ríkisstjórnin að skapa störf? Nei, þvert á móti hefur hún hafnað tillögum Samfylkingarinnar um átak í fjölgun opinberra starfa. Þar að auki hvatti ríkisstjórnin beinlínis til uppsagna fólks með því að láta ríkissjóð greiða laun á uppsagnarfresti. Nú bregst hún fólkinu sem missti vinnuna vegna þessa úrræðis með því að neita því um atvinnuleysisbætur sem hægt er að lifa á. Fátækt er ákvörðun Með því að hækka ekki atvinnuleysisbætur tekur ríkisstjórn Íslands meðvitaða ákvörðun um að dæma atvinnulaust fólk til fátæktar. Markmiðið er augljóst: með því að halda atvinnuleysisbótum nógu lágum minnkar þrýstingur á hækkun lágmarkslauna. Þannig eru eignir og völd atvinnurekenda varin. Þessa mannfjandsamlegu hægristefnu samþykkja Framsókn og Vinstri græn í skiptum fyrir ráðherrastóla. Spurningin er hversu lengi þessir flokkar ætli að vera hækjur undir flokki atvinnurekenda? Hversu mörgum verður í fátæktina fórnað fyrir ráðherrastóla? Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Félagsmál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist. Svipaða sögu er að segja á Akureyri, en vefmiðillinn Kaffið.is greinir frá því að hópurinn „Matargjafir Akureyri og nágrenni“ eigi í vandræðum með að anna stóraukinni eftirspurn eftir mataraðstoð. Beiðnum hafi fjölgað stöðugt og nú sé hópurinn að afgreiða rúmlega 200 beiðnir á mánuði. Fyrirséð staða Þessi staða er fyrirséð og við henni hefur verið varað. Grunnatvinnuleysisbætur eru aðeins um 240 þúsund krónur eftir skatt og ekki í neinu samræmi við raunverulegan framfærslukostnað fólks. Í júlí sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, að allar líkur væru á að á næstu mánuðum myndi þeim fjölga sem búa við sárafátækt. Þessi spá er að raungerast fyrir augum okkar á meðan ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og gerir ekkert. Samfylkingin hefur ítrekað kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta en því miður hafa allar tillögur þess efnis verið felldar af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Rök ríkisstjórnarinnar hafa m.a. verið þau að það verði að hvetja fólk til að leita sér að vinnu. Þau rök eiga hins vegar ekki við í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Það er einfaldlega enga vinnu að fá. Málflutningur stjórnarliða hefur einnig verið á þá leið að mikilvægara sé að skapa störf en að hækka bætur. Gott og vel. En er ríkisstjórnin að skapa störf? Nei, þvert á móti hefur hún hafnað tillögum Samfylkingarinnar um átak í fjölgun opinberra starfa. Þar að auki hvatti ríkisstjórnin beinlínis til uppsagna fólks með því að láta ríkissjóð greiða laun á uppsagnarfresti. Nú bregst hún fólkinu sem missti vinnuna vegna þessa úrræðis með því að neita því um atvinnuleysisbætur sem hægt er að lifa á. Fátækt er ákvörðun Með því að hækka ekki atvinnuleysisbætur tekur ríkisstjórn Íslands meðvitaða ákvörðun um að dæma atvinnulaust fólk til fátæktar. Markmiðið er augljóst: með því að halda atvinnuleysisbótum nógu lágum minnkar þrýstingur á hækkun lágmarkslauna. Þannig eru eignir og völd atvinnurekenda varin. Þessa mannfjandsamlegu hægristefnu samþykkja Framsókn og Vinstri græn í skiptum fyrir ráðherrastóla. Spurningin er hversu lengi þessir flokkar ætli að vera hækjur undir flokki atvinnurekenda? Hversu mörgum verður í fátæktina fórnað fyrir ráðherrastóla? Höfundur er jafnaðarmaður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun