Í fátæktina fórnað Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 28. september 2020 08:01 Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist. Svipaða sögu er að segja á Akureyri, en vefmiðillinn Kaffið.is greinir frá því að hópurinn „Matargjafir Akureyri og nágrenni“ eigi í vandræðum með að anna stóraukinni eftirspurn eftir mataraðstoð. Beiðnum hafi fjölgað stöðugt og nú sé hópurinn að afgreiða rúmlega 200 beiðnir á mánuði. Fyrirséð staða Þessi staða er fyrirséð og við henni hefur verið varað. Grunnatvinnuleysisbætur eru aðeins um 240 þúsund krónur eftir skatt og ekki í neinu samræmi við raunverulegan framfærslukostnað fólks. Í júlí sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, að allar líkur væru á að á næstu mánuðum myndi þeim fjölga sem búa við sárafátækt. Þessi spá er að raungerast fyrir augum okkar á meðan ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og gerir ekkert. Samfylkingin hefur ítrekað kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta en því miður hafa allar tillögur þess efnis verið felldar af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Rök ríkisstjórnarinnar hafa m.a. verið þau að það verði að hvetja fólk til að leita sér að vinnu. Þau rök eiga hins vegar ekki við í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Það er einfaldlega enga vinnu að fá. Málflutningur stjórnarliða hefur einnig verið á þá leið að mikilvægara sé að skapa störf en að hækka bætur. Gott og vel. En er ríkisstjórnin að skapa störf? Nei, þvert á móti hefur hún hafnað tillögum Samfylkingarinnar um átak í fjölgun opinberra starfa. Þar að auki hvatti ríkisstjórnin beinlínis til uppsagna fólks með því að láta ríkissjóð greiða laun á uppsagnarfresti. Nú bregst hún fólkinu sem missti vinnuna vegna þessa úrræðis með því að neita því um atvinnuleysisbætur sem hægt er að lifa á. Fátækt er ákvörðun Með því að hækka ekki atvinnuleysisbætur tekur ríkisstjórn Íslands meðvitaða ákvörðun um að dæma atvinnulaust fólk til fátæktar. Markmiðið er augljóst: með því að halda atvinnuleysisbótum nógu lágum minnkar þrýstingur á hækkun lágmarkslauna. Þannig eru eignir og völd atvinnurekenda varin. Þessa mannfjandsamlegu hægristefnu samþykkja Framsókn og Vinstri græn í skiptum fyrir ráðherrastóla. Spurningin er hversu lengi þessir flokkar ætli að vera hækjur undir flokki atvinnurekenda? Hversu mörgum verður í fátæktina fórnað fyrir ráðherrastóla? Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Félagsmál Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist. Svipaða sögu er að segja á Akureyri, en vefmiðillinn Kaffið.is greinir frá því að hópurinn „Matargjafir Akureyri og nágrenni“ eigi í vandræðum með að anna stóraukinni eftirspurn eftir mataraðstoð. Beiðnum hafi fjölgað stöðugt og nú sé hópurinn að afgreiða rúmlega 200 beiðnir á mánuði. Fyrirséð staða Þessi staða er fyrirséð og við henni hefur verið varað. Grunnatvinnuleysisbætur eru aðeins um 240 þúsund krónur eftir skatt og ekki í neinu samræmi við raunverulegan framfærslukostnað fólks. Í júlí sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, að allar líkur væru á að á næstu mánuðum myndi þeim fjölga sem búa við sárafátækt. Þessi spá er að raungerast fyrir augum okkar á meðan ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og gerir ekkert. Samfylkingin hefur ítrekað kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta en því miður hafa allar tillögur þess efnis verið felldar af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Rök ríkisstjórnarinnar hafa m.a. verið þau að það verði að hvetja fólk til að leita sér að vinnu. Þau rök eiga hins vegar ekki við í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Það er einfaldlega enga vinnu að fá. Málflutningur stjórnarliða hefur einnig verið á þá leið að mikilvægara sé að skapa störf en að hækka bætur. Gott og vel. En er ríkisstjórnin að skapa störf? Nei, þvert á móti hefur hún hafnað tillögum Samfylkingarinnar um átak í fjölgun opinberra starfa. Þar að auki hvatti ríkisstjórnin beinlínis til uppsagna fólks með því að láta ríkissjóð greiða laun á uppsagnarfresti. Nú bregst hún fólkinu sem missti vinnuna vegna þessa úrræðis með því að neita því um atvinnuleysisbætur sem hægt er að lifa á. Fátækt er ákvörðun Með því að hækka ekki atvinnuleysisbætur tekur ríkisstjórn Íslands meðvitaða ákvörðun um að dæma atvinnulaust fólk til fátæktar. Markmiðið er augljóst: með því að halda atvinnuleysisbótum nógu lágum minnkar þrýstingur á hækkun lágmarkslauna. Þannig eru eignir og völd atvinnurekenda varin. Þessa mannfjandsamlegu hægristefnu samþykkja Framsókn og Vinstri græn í skiptum fyrir ráðherrastóla. Spurningin er hversu lengi þessir flokkar ætli að vera hækjur undir flokki atvinnurekenda? Hversu mörgum verður í fátæktina fórnað fyrir ráðherrastóla? Höfundur er jafnaðarmaður.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun