Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur Guðbrandur Einarsson skrifar 28. september 2020 07:30 Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Húsnæðismál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun