Stúlkubarn bandarísku fyrirsætunnar Gigi Hadid og breska söngvarans Zayn Malik, fyrrverandi liðsmanns One Direction, er komið í heiminn.
Hinn 27 ára Malik segir frá fæðingu stúlkunnar á Twitter-síðu sinni þar sem hann birtir mynd í svarthvítu þar sem barnið heldur utan um fingur hans. Segir hann stúlkuna „heilbrigða og fallega“.
Segir hann ennfremur ást sína í garð stúlkunnar svo mikla að hún sé „handan eigin skilnings“.
Our baby girl is here, healthy & beautiful to try put into words how i am feeling right now would be an impossible task. The love i feel for this tiny human is beyond my understanding.Grateful to know her, proud to call her mine, & thankful for the life we will have together x pic.twitter.com/nvhfOkk2fw
— zayn (@zaynmalik) September 24, 2020
Hin 25 ára Hadid staðfesti að hún væri með barni í spjallþætti Jimmy Fallon í apríl.
Þau Malik og Hadid hafa átt í ástarsambandi, þó með hléum, frá árinu 2015.
Í frétt BBC segir að Malik sé þriðji í röð liðsmanna One Direction að verða faðir. Louis Tomlinson eignaðist soninn Freddie í janúar 2016 og Liam Payne á soninn Bear með söngkonunni Cheryl.