Samvinna í stað átaka Ingibjörg Isaksen skrifar 23. september 2020 17:45 Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun