Ríkustu Íslendingarnir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. september 2020 16:00 Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar