Félag Björgólfs fær sjötíu milljarða fyrir sölu á Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 10:42 Björgólfur Thor Björgóflsson, eigandi Novator. Vísir/getty Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu. Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu.
Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42
Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57
Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52