Félag Björgólfs fær sjötíu milljarða fyrir sölu á Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 10:42 Björgólfur Thor Björgóflsson, eigandi Novator. Vísir/getty Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu. Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu.
Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42
Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57
Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52