Félag Björgólfs fær sjötíu milljarða fyrir sölu á Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 10:42 Björgólfur Thor Björgóflsson, eigandi Novator. Vísir/getty Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu. Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu.
Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42
Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57
Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52