Með hagsmuni barna að leiðarljósi Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 18. september 2020 13:30 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu á 28 ára afmælisdegi samtakanna 17. september 2020 í 25. sinn. Alla jafna eru Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í maí en aðstæður í þjóðfélaginu urðu til þess að afhendingu var frestað. Fjölmörg verkefni í áranna rás Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafa verið veitt síðan árið 1996. Þau eru því orðin fjölmörg verkefnin, stór sem smá, sem hlotið hafa verðskuldaða viðurkenningu á þessum 25 árum. Eitt helsta markmið þeirra er að veita gróskumiklu starfi jákvæða athygli hvort sem það er unnið á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi. Verkefni sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að öflugra samstarfi heimila, skóla og nærsamfélags með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Stöndum vörð um menntakerfið okkar Það er óhætt að segja að síðustu mánuðir og vikur hafi verið skrítnir. Með undraverðum hætti náðum við sem þjóð engu að síður að standa vörð um eina af grunnstoðum samfélagsins, menntakerfið okkar og halda skólum landsins gangandi en í breyttri mynd. Það gerðum við með samstöðu og samvinnu fagaðila innan, leik-, grunn-, framhalds- og háskólans sem og nemenda, foreldra og annarra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma. Óhætt er því að segja að hér hafi allir lagst á eitt um að lágmarka það samfélagslega og efnahagslega tjón sem við höfum öll fundið fyrir með einum eða öðrum hætti. Mismunandi aðstæður fjölskyldna Aðstæður hafa í senn verið mjög krefjandi og miserfiðar enda geta aðstæður fjölskyldna og heimila verið mjög ólíkar líkt og við þekkjum. Hjá framhalds- og háskólanemum hafa mörg heimili landsins breyst í kennslustofur þar sem stór hluti sinnir í dag námi sínu í fjarnámi þar sem góð og hröð nettenging er farin að skipta miklu máli sem og viðeigandi tækja- og tæknibúnaður. Fjarlægðarmörk og sóttvarnarsjónarmið hafa orðið til þess að framhaldsskólanemendum hefur verið skipt upp í hópa og sóttvarnarhólf. Félagsleg samskipti eru í algjöru lágmarki eða lítil sem engin og félagsþorstinn er farinn að segja til sín.Foreldrastarf í grunnskólum landsins er að sama skapi hálflamað, enda aðgangur foreldra að skólum sem og annarra verið takmarkaður auk þess sem fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur hafa sett strik í reikninginn. Í öllu þessu leiðindarástandi hefur óneitanlega skapast dýrmæt þekking og reynsla sem við sem samfélag eigum eftir að draga ákveðinn lærdóm af. Þar sem eitt er gott og annað slæmt og sumt má eflaust gera betur. Samstaða, samvinna og samhugur samfélagsins Við höfum séð á þróun mála að til að ná árangri þarf samstöðu, samvinnu og samhug allra í samfélaginu. Þessi lykilhugtök þekkjum við foreldrar mjög vel. Því þetta eru sömu lykilatriðin sem einkenna mikilvægt og gott foreldrastarf í skólum landsins. Þess vegna er mikilvægt að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, ásamt nemendum og kennurum, hugum strax í upphafi skólagöngu barnanna okkar að dýrmætu og uppbyggilegu samstarfi allra þessara aðila. Við viljum öll að börnunum okkar vegni vel og að þeim líði vel. Þau eignist góða vini og gangi vel í skólanum. Skólasamfélagið taki vel á móti þeim og mæti þörfum þeirra og hver og einn sé þar metinn að verðleikum. Mikilvægi góðs skóla- og bekkjarbrags Rannsóknir hafa sýnt að góður skólabragur getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér frekar en góður bekkjarandi. Það krefst samstarfs heimila og skóla enda getur góður bekkjarbragur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara frekar en að góður skólabragur með velferð og vellíðan nemenda að leiðarljósi getur eingöngu verið á hendi skólastjórnenda eða foreldra. Á þessum grunnskólaárum er svo margt innan sem utan skóla sem getur haft áhrif á daglegt skólastarf og líðan nemenda og því vandasamt að draga mörkin eingöngu við veggi skólans eða skólastofunnar. Því skiptir jákvætt viðhorf og gott samstarf allra þeirra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma, miklu máli. Áherslur foreldrastarfs Hingað til hafa áherslur foreldrastarfs endurspeglast í því að huga vel að verndandi þáttum eins og samveru og samverustundum, þar sem m.a. bekkjarfélagar og foreldrar sameinast í leik og starfi þar sem lagður er grunnur að vináttu og virðingu, og ekki síður að samstarfi og samskiptum. Lögð er áhersla á að foreldrar hittist og kynnist, ræði saman og sameinist um ákveðin grunngildi til að vel takist til. Þannig vörðum við í samstarfi við skólann, leiðina að því bekkjar- og skólasamfélagi sem við viljum taka þátt í að skapa börnunum okkar. Í stuttu máli má segja að Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafi varðað þessa leið síðustu 25 ár. Enda eru þau fjölmörg og fjölbreytt verkefnin sem úr grasrótinni hafa sprottið en sum eiga sér djúpar rætur og lifa enn góðu lífi. Þegar tilnefnd eru metnaðarfull verkefni og dugnaðarforkar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla fyllist maður bjartsýni og von við að sjá gróskuna í grasrótinni. Verkefni sem endurspegla öll á sinn hátt, samveru, samvinnu, viðburði, forvarnir, fjáraflanir og fræðslu svo eitthvað sé nefnt. Verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að jöfnuði og gera gott skólasamfélag betra með hag barnanna okkar að leiðarljósi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu á 28 ára afmælisdegi samtakanna 17. september 2020 í 25. sinn. Alla jafna eru Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í maí en aðstæður í þjóðfélaginu urðu til þess að afhendingu var frestað. Fjölmörg verkefni í áranna rás Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafa verið veitt síðan árið 1996. Þau eru því orðin fjölmörg verkefnin, stór sem smá, sem hlotið hafa verðskuldaða viðurkenningu á þessum 25 árum. Eitt helsta markmið þeirra er að veita gróskumiklu starfi jákvæða athygli hvort sem það er unnið á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi. Verkefni sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að öflugra samstarfi heimila, skóla og nærsamfélags með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Stöndum vörð um menntakerfið okkar Það er óhætt að segja að síðustu mánuðir og vikur hafi verið skrítnir. Með undraverðum hætti náðum við sem þjóð engu að síður að standa vörð um eina af grunnstoðum samfélagsins, menntakerfið okkar og halda skólum landsins gangandi en í breyttri mynd. Það gerðum við með samstöðu og samvinnu fagaðila innan, leik-, grunn-, framhalds- og háskólans sem og nemenda, foreldra og annarra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma. Óhætt er því að segja að hér hafi allir lagst á eitt um að lágmarka það samfélagslega og efnahagslega tjón sem við höfum öll fundið fyrir með einum eða öðrum hætti. Mismunandi aðstæður fjölskyldna Aðstæður hafa í senn verið mjög krefjandi og miserfiðar enda geta aðstæður fjölskyldna og heimila verið mjög ólíkar líkt og við þekkjum. Hjá framhalds- og háskólanemum hafa mörg heimili landsins breyst í kennslustofur þar sem stór hluti sinnir í dag námi sínu í fjarnámi þar sem góð og hröð nettenging er farin að skipta miklu máli sem og viðeigandi tækja- og tæknibúnaður. Fjarlægðarmörk og sóttvarnarsjónarmið hafa orðið til þess að framhaldsskólanemendum hefur verið skipt upp í hópa og sóttvarnarhólf. Félagsleg samskipti eru í algjöru lágmarki eða lítil sem engin og félagsþorstinn er farinn að segja til sín.Foreldrastarf í grunnskólum landsins er að sama skapi hálflamað, enda aðgangur foreldra að skólum sem og annarra verið takmarkaður auk þess sem fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur hafa sett strik í reikninginn. Í öllu þessu leiðindarástandi hefur óneitanlega skapast dýrmæt þekking og reynsla sem við sem samfélag eigum eftir að draga ákveðinn lærdóm af. Þar sem eitt er gott og annað slæmt og sumt má eflaust gera betur. Samstaða, samvinna og samhugur samfélagsins Við höfum séð á þróun mála að til að ná árangri þarf samstöðu, samvinnu og samhug allra í samfélaginu. Þessi lykilhugtök þekkjum við foreldrar mjög vel. Því þetta eru sömu lykilatriðin sem einkenna mikilvægt og gott foreldrastarf í skólum landsins. Þess vegna er mikilvægt að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, ásamt nemendum og kennurum, hugum strax í upphafi skólagöngu barnanna okkar að dýrmætu og uppbyggilegu samstarfi allra þessara aðila. Við viljum öll að börnunum okkar vegni vel og að þeim líði vel. Þau eignist góða vini og gangi vel í skólanum. Skólasamfélagið taki vel á móti þeim og mæti þörfum þeirra og hver og einn sé þar metinn að verðleikum. Mikilvægi góðs skóla- og bekkjarbrags Rannsóknir hafa sýnt að góður skólabragur getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér frekar en góður bekkjarandi. Það krefst samstarfs heimila og skóla enda getur góður bekkjarbragur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara frekar en að góður skólabragur með velferð og vellíðan nemenda að leiðarljósi getur eingöngu verið á hendi skólastjórnenda eða foreldra. Á þessum grunnskólaárum er svo margt innan sem utan skóla sem getur haft áhrif á daglegt skólastarf og líðan nemenda og því vandasamt að draga mörkin eingöngu við veggi skólans eða skólastofunnar. Því skiptir jákvætt viðhorf og gott samstarf allra þeirra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma, miklu máli. Áherslur foreldrastarfs Hingað til hafa áherslur foreldrastarfs endurspeglast í því að huga vel að verndandi þáttum eins og samveru og samverustundum, þar sem m.a. bekkjarfélagar og foreldrar sameinast í leik og starfi þar sem lagður er grunnur að vináttu og virðingu, og ekki síður að samstarfi og samskiptum. Lögð er áhersla á að foreldrar hittist og kynnist, ræði saman og sameinist um ákveðin grunngildi til að vel takist til. Þannig vörðum við í samstarfi við skólann, leiðina að því bekkjar- og skólasamfélagi sem við viljum taka þátt í að skapa börnunum okkar. Í stuttu máli má segja að Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafi varðað þessa leið síðustu 25 ár. Enda eru þau fjölmörg og fjölbreytt verkefnin sem úr grasrótinni hafa sprottið en sum eiga sér djúpar rætur og lifa enn góðu lífi. Þegar tilnefnd eru metnaðarfull verkefni og dugnaðarforkar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla fyllist maður bjartsýni og von við að sjá gróskuna í grasrótinni. Verkefni sem endurspegla öll á sinn hátt, samveru, samvinnu, viðburði, forvarnir, fjáraflanir og fræðslu svo eitthvað sé nefnt. Verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að jöfnuði og gera gott skólasamfélag betra með hag barnanna okkar að leiðarljósi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun