Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 11:43 Trump með Andrew Wheeler, forstjóra Umhverfisstofnunarinnar, á viðburði í Hvíta húsinu í fyrra. Wheeler var áður málafylgjumaður fyrir jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann afnemur nú reglur um losun gróðurhúsalofttegunda sem mest hann má. Vísir/EPA Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. Það jafnast á við árslosun Rússlands, fjórða stórtækasta losanda gróðurhúsalofttegunda í heimi. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að afnema þær reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til þess að takmarka hnattræna hlýnun og veikja þær. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þannig þegar afnumið reglur sem áttu að draga úr losun orkuvera, auka sparneytni bifreiða og draga úr lekum á metangasi frá olíu- og gaslindum. Loftslagsrannsóknafyrirtækið Rhodium Group kemst að þeirri niðurstöðu að verði veikari reglur Trump-stjórnarinnar áfram í gildi muni losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum 3% meiri eftir fimmtán ár en ella. Það myndi bæta við 1,8 milljörðum tonna koltvísýrings aukalega út í andrúmsloftið umfram það sem hefði verið með strangari reglum Obama. Fyrirtækið varar þó við því að það vanmeti líklega umframlosuninni vegna veikingu reglnanna. Ástæðan er sú að erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif reglugerðabreytingar Trump muni hafa til lengri tíma. Hunsa hættuna af loftslagsbreytingum Trump og Repúblikanaflokkur hans hafa látið viðvaranir vísindamanna um alvarlegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af völdum manna sem vind um eyru þjóta. Sterkar vísindaleg rök hníga að því að hnattrænni hlýnun fylgi verri hitabylgjur og þurrkar sem knýja meðal annars tíðari gróðurelda eins og þá sem nú geisa í vestanverðum Bandaríkjunum en einnig meiri flóðahætta og meiri veðuröfgar. Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, er meginorsök þeirrar hlýnunar sem nú á sér stað. Hlýnun nemur nú þegar um einni gráðu borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Haldi núverandi losun manna áfram óheft gæti hlýnunin náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Í stað þess að reyna að draga úr losun hefur ríkisstjórn Trump þvert á móti unnið ötullega að því að veikja reglur sem áttu að takmarka losunina. Í sumum tilfellum hefur ríkisstjórnin gengið enn lengra í að slaka á reglunum en mengandi iðnaður þrýsti á um. Þannig töldu bílaframleiðendur meðal annars að Umhverfisstofnunin hefði gengið of langt í að slaka á reglum um útblástur og sparneytni í fyrra. Rhodium Group telur að flestar reglubreytingar Trump leiði til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Þar munar mestu um ákvörðunina um að slaka á kröfum um losun frá bílum og svipta Kaliforníu umboði sínu til að setja sér strangari reglur. Fyrirtækið telur að það eitt og sér muni valda helmingi umframlosunarinnar vegna veikari reglna Trump til 2035. Fyrirtækið mat ekki áhrif afnáms áætlunar Obama-stjórnarinnar um að draga úr losun orkuvera vegna óvissu um hvernig einstök ríki ættu eftir að framfylgja nýjum og veikari reglum Trump-stjórnarinnar. Það gæti þó bætt hundruðum milljóna tonna við losun Bandaríkjanna á næstu árum. Kallar á róttækari samdrátt á næstu árum Losun Bandaríkjanna hefur dregist saman um 14% frá árinu 2007 en samdrátturinn skýrist að mestu leyti af stórvaxandi notkun á jarðgasi sem er framleitt í landinu. Bandaríska blaðið Politico segir að 90% af samdrættinum í losun hafi orðið á milli 2007 og 2012. Í tíð Trump hefur losun svo gott sem staðið í stað. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heimi á eftir Kína og losa milljarða tonna koltvísýrings á hverju ári. Zeke Hausfather, loftslags- og orkusérfræðingur við Breaktrough-loftslagshugveituna, segir það ekki jákvætt að losunin standi í stað. Það þýði aðeins að enn róttækari samdráttar verði þörf á næstu árum til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Rhodium spáir því að losun dragist saman um 4% í forsetatíð Trump og rekur það til ódýrs jarðgass sem hefur komið í staðinn fyrir bruna á kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, annars vegar og uppgangs endurnýjanlegra orkugjafa hins vegar. Hópurinn telur ekki raunhæft að ná lengri tíma markmiðum um samdrátt í losun án einbeittra aðgerða alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir nú. Loftslagsmál Donald Trump Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. Það jafnast á við árslosun Rússlands, fjórða stórtækasta losanda gróðurhúsalofttegunda í heimi. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að afnema þær reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til þess að takmarka hnattræna hlýnun og veikja þær. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þannig þegar afnumið reglur sem áttu að draga úr losun orkuvera, auka sparneytni bifreiða og draga úr lekum á metangasi frá olíu- og gaslindum. Loftslagsrannsóknafyrirtækið Rhodium Group kemst að þeirri niðurstöðu að verði veikari reglur Trump-stjórnarinnar áfram í gildi muni losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum 3% meiri eftir fimmtán ár en ella. Það myndi bæta við 1,8 milljörðum tonna koltvísýrings aukalega út í andrúmsloftið umfram það sem hefði verið með strangari reglum Obama. Fyrirtækið varar þó við því að það vanmeti líklega umframlosuninni vegna veikingu reglnanna. Ástæðan er sú að erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif reglugerðabreytingar Trump muni hafa til lengri tíma. Hunsa hættuna af loftslagsbreytingum Trump og Repúblikanaflokkur hans hafa látið viðvaranir vísindamanna um alvarlegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af völdum manna sem vind um eyru þjóta. Sterkar vísindaleg rök hníga að því að hnattrænni hlýnun fylgi verri hitabylgjur og þurrkar sem knýja meðal annars tíðari gróðurelda eins og þá sem nú geisa í vestanverðum Bandaríkjunum en einnig meiri flóðahætta og meiri veðuröfgar. Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, er meginorsök þeirrar hlýnunar sem nú á sér stað. Hlýnun nemur nú þegar um einni gráðu borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Haldi núverandi losun manna áfram óheft gæti hlýnunin náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Í stað þess að reyna að draga úr losun hefur ríkisstjórn Trump þvert á móti unnið ötullega að því að veikja reglur sem áttu að takmarka losunina. Í sumum tilfellum hefur ríkisstjórnin gengið enn lengra í að slaka á reglunum en mengandi iðnaður þrýsti á um. Þannig töldu bílaframleiðendur meðal annars að Umhverfisstofnunin hefði gengið of langt í að slaka á reglum um útblástur og sparneytni í fyrra. Rhodium Group telur að flestar reglubreytingar Trump leiði til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Þar munar mestu um ákvörðunina um að slaka á kröfum um losun frá bílum og svipta Kaliforníu umboði sínu til að setja sér strangari reglur. Fyrirtækið telur að það eitt og sér muni valda helmingi umframlosunarinnar vegna veikari reglna Trump til 2035. Fyrirtækið mat ekki áhrif afnáms áætlunar Obama-stjórnarinnar um að draga úr losun orkuvera vegna óvissu um hvernig einstök ríki ættu eftir að framfylgja nýjum og veikari reglum Trump-stjórnarinnar. Það gæti þó bætt hundruðum milljóna tonna við losun Bandaríkjanna á næstu árum. Kallar á róttækari samdrátt á næstu árum Losun Bandaríkjanna hefur dregist saman um 14% frá árinu 2007 en samdrátturinn skýrist að mestu leyti af stórvaxandi notkun á jarðgasi sem er framleitt í landinu. Bandaríska blaðið Politico segir að 90% af samdrættinum í losun hafi orðið á milli 2007 og 2012. Í tíð Trump hefur losun svo gott sem staðið í stað. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heimi á eftir Kína og losa milljarða tonna koltvísýrings á hverju ári. Zeke Hausfather, loftslags- og orkusérfræðingur við Breaktrough-loftslagshugveituna, segir það ekki jákvætt að losunin standi í stað. Það þýði aðeins að enn róttækari samdráttar verði þörf á næstu árum til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Rhodium spáir því að losun dragist saman um 4% í forsetatíð Trump og rekur það til ódýrs jarðgass sem hefur komið í staðinn fyrir bruna á kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, annars vegar og uppgangs endurnýjanlegra orkugjafa hins vegar. Hópurinn telur ekki raunhæft að ná lengri tíma markmiðum um samdrátt í losun án einbeittra aðgerða alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir nú.
Loftslagsmál Donald Trump Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54