Katrín Jakobsdóttir eða Hermann Jónasson? Eva Hauksdóttir skrifar 18. september 2020 10:00 Einu sinni var stjórnmálaleiðtogi sem lét þessi orð falla á Alþingi: „Það hefur verið sagt hér, að ég hafi sýnt ákaflega mikla óbilgirni með því að leyfa ekki austurrískum börnum að flytja hingað til landsins. Það má náttúrlega alltaf deila um þá hluti. En svo mikið er víst, að samkv. þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, sem um þetta mál höfum fjallað, höfðu Íslendingar leyft fleiri flóttamönnum Gyðinga landsvistarleyfi, ef miðað er við fólksfjölda, heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð. Og það var sennilega ekki af öðrum ástæðum en þeim, hve mörgum flóttamönnum hafði verið leyft að koma hingað til landsins, konum, mæðrum og börnum, að þetta leyfi var ekki veitt.“ Nei, ekki Katrín Jakobsdóttir. Hún hefði frekar talað um egypsk börn og sýrlensk. Tilvitnunin hér a ofan er úr ræðu sem Hermann Jónasson flutti fyrir nær 75 árum Austurrísku börnin sem hann vísar til voru Gyðingabörn a flótta undan Nazistum. Margt hefur breyst síðan í málum flóttafólks. Ekki þó sú afstaða ráðamanna að Íslendingar hafi nú aldeilis gert vel við flóttafólk og þar sem mannúðarkvótinn sé uppfylltur sé óþarft að fárast yfir því þótt nokkur börn sæti ómannúðlegri meðferð. Mannúð ekki bönnuð - bara takmörkuð Nú eru fjögur börn og foreldrar þeirra í felum fyrir ríkisstjórn sem ætlar að senda þau til Egyptalands. Faðirinn tilheyrir trúar- og stjórnmálahreyfingu sem er ofsótt í Egyptalandi. Bent hefur verið á að samkvæmt skýrslum alþjóðastofnana og mannréttindasamtaka er ástand mannréttinda í Egyptalandi hrein hörmung og mikið um að meintir óvinir stjórnvalda séu sviptir frelsi sínu án réttlátrar málsmeðferðar og pyntaðir. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi í tvö ár og börnin hafa aðlagast vel og þrábiðja um að fá að vera áfram. Bylgja reiði og sorgar vegna einarðrar afstöðu ríkisstjórnarinnar gengur nú yfir samfélagið og þingmaður tilkynnti í gær úrsögn sína úr þeim stjórnmálaflokki sem leiðir ríkisstjórnina. Í þessu andrúmslofti birtir forsætisráðherra pistil á Facebook þar sem kjarni skilaboðanna er einmitt í anda Hermanns Jónassonar – við höfum nú aldeilis staðið okkur í stykkinu. Því til stuðnings vitnar hún í tölfræðigögn. Þau sýna reyndar ekki að Ísland hafi staðið sig betur en önnur ríki en það er önnur umræða. Fjöldi fólks á flótta á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast á tíu árum og því hefur fylgt mikið umrót hvarvetna þegar...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Thursday, 17 September 2020 Eftir að hafa nefnt tölur sem eiga að sýna hvað við erum frábær klykkir forsætisráðherra svo út með gullvægri athugasemd: Þessi mál snúast auðvitað um fólk og því verðum við að gæta þess að láta umræðuna ekki snúast um tölur á blaði. Forsætisráðherra reynir að stjórna umræðunni Já, það er nú einmitt það – manneskjum sem þurfa að fela sig fyrir stjórnvöldum er bara engin huggun í tölfræði um mannúð ríkisstjórnarinnar og að vonum var á það bent í athugasemdakerfinu. Sú umræða virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsætisráðherra því athugasemdir voru fjarlægðar og lokað á möguleika viðkomandi til að tjá sig frekar. Hugsanlega var ástæða til að fjarlægja eitthvað af því sem fram kom, ég bara veit það ekki, en ég veit þess hinsvegar dæmi að fullkomlega málefnaleg innlegg hafi verið fjarlægð. Ein þeirra athugasemda sem forsætisráðherra fjarlægði án viðvarana og án útskýringa var einmitt í þá veru að undarlegt væri að sjá leiðtoga VG feta í fótspor Hermanns Jónassonar. Samfélagsmiðlar eru frábært tæki til að ná til margra, fljótt. En þeir eru líka vettvangur þar sem búast má við óþægilegum samskiptum. Sennilega eru meiri líkur á að reiður borgari tjái sig af heift og ókurteisi bak við tölvuskjá en augliti til auglitis við þann sem hann beinir spjótum sínum að. Það getur verið ástæða til að fjarlægja innlegg í umræðu, t.d. hótanir, ærumeiðingar eða óheyrilegan dónaskap. En valda- og áhrifafólk sem nýtir sér kosti samfélagsmiðla ætti að sýna þeim sem taka þátt í umræðunni og fylgjast með henni þá virðingu að stilla sig um að fela málefnaleg innlegg sem snerta umræðuefnið beint. Valdafólk sem notar samfélagsmiðla ætti að reikna með óvæginni gagnrýni og líta á það sem neyðarúrræði að fjarlægja athugasemdir. Þjóðarleiðtogi ætti öðrum fremur að sýna þá stórmennsku að láta minniháttar skæting sem vind um eyrun þjóta fremur en að fjarlægja færslur – það er einfaldlega ekki lýðræðislegt að loka á þá sem orða hugsanir sínar hranalega – þess heldur ætti sanngjörn gagnrýni, sett fram með hófsamlegu orðalagi, að fá að standa. Í þessu tilviki notaði forsætisráðherra samfélagsmiðil til að reyna að lappa upp á ímynd sína og þingflokks síns. Hún fjarlægði jafnframt athugasemdir sem koma henni illa. Og hvað heitir það þegar ráðamenn handvelja upplýsingar, koma sínum eigin skilaboðum að en fela gagnrýni sem skiptir máli í von um að umræðan verði einhliða og stjórnvöldum hliðholl? Það heitir áróður. Mannréttindi eru líka ætluð fólki með „rangar“ skoðanir Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að stjórna umræðunni á Facebook er auðvitað ekkert í líkingu við þann pólitíska áróður sem þrífst í fáræðisríkjum. Enda þrífst einhliða áróður ekki þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Lýðræðinu er engin hætta búin þótt forsætisráðherra fjarlægi athugasemdir sem henni falla ekki í geð, sú umræða er þá bara færð á annan vettvang þar sem hún fær meiri athygli. En hugsunin að baki er samt sú sama og að baki hættulegum áróðri þar sem þeir sem völdin hafa velja upplýsingar ofan í almúgann í því skyni að skapa sér ímynd og breiða út ákveðnar hugmyndir. Við erum svo hamingjusöm að búa við nokkuð gott samvisku- og tjáningarfrelsi miðað við stærstan hluta heimsbyggðarinnar. Í Egyptalandi er staðan önnur. Þar eiga þeir sem gagnrýna stjórnvöld á hættu að vera fangelsaðir og pyntaðir. Meðlimir Bræðralags múslíma eru þar í sérstakri hættu. Því hefur verið haldið fram að Ibrahim Khedr sé stórhættulegur maður og hreyfing hans hryðjuverkasamtök. Það er ekki rétt, maðurinn er ekki grunaður um neina glæpi og Bræðralag múslíma fellur ekki undir skilgreiningu hryðjuverkasamtaka. Fullyrðingar egypskra stjórnvalda þar um eru að engu hafandi, það er flestum einræðisstjórnum sameiginlegt að kalla andstæðinga sína hryðjuverkamenn. Bræðralag múslíma aðhyllist hugmyndafræði sem er ekki í anda lýðræðis en það skiptir bara engu máli í þessu sambandi, Ibrahim Khedr er ekki að sækja um stöðu Hæstaréttardómara, hann er að biðja um vernd frá ofsóknum. Mannréttindi eru ekki ætluð fólki með æskilegar trúarskoðanir heldur öllum. Lýðræðissamfélag á að takast á við vafasamar skoðanir með því að rökræða þær, sama hvort það er útvarp Saga eða einhver annar sértrúarsöfnuður sem heldur þeim á lofti. Það sem lýðræðissamfélag á ekki að gera er að reyna að losa sig við fólk með „rangar“ skoðanir. Það á bæði við um stefnu stjórnvalda gagnvart hælisleitendum og ráðamenn sem reyna að ná til almennings á opnu svæði á Facebook. Höfundur er álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Eva Hauksdóttir Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var stjórnmálaleiðtogi sem lét þessi orð falla á Alþingi: „Það hefur verið sagt hér, að ég hafi sýnt ákaflega mikla óbilgirni með því að leyfa ekki austurrískum börnum að flytja hingað til landsins. Það má náttúrlega alltaf deila um þá hluti. En svo mikið er víst, að samkv. þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, sem um þetta mál höfum fjallað, höfðu Íslendingar leyft fleiri flóttamönnum Gyðinga landsvistarleyfi, ef miðað er við fólksfjölda, heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð. Og það var sennilega ekki af öðrum ástæðum en þeim, hve mörgum flóttamönnum hafði verið leyft að koma hingað til landsins, konum, mæðrum og börnum, að þetta leyfi var ekki veitt.“ Nei, ekki Katrín Jakobsdóttir. Hún hefði frekar talað um egypsk börn og sýrlensk. Tilvitnunin hér a ofan er úr ræðu sem Hermann Jónasson flutti fyrir nær 75 árum Austurrísku börnin sem hann vísar til voru Gyðingabörn a flótta undan Nazistum. Margt hefur breyst síðan í málum flóttafólks. Ekki þó sú afstaða ráðamanna að Íslendingar hafi nú aldeilis gert vel við flóttafólk og þar sem mannúðarkvótinn sé uppfylltur sé óþarft að fárast yfir því þótt nokkur börn sæti ómannúðlegri meðferð. Mannúð ekki bönnuð - bara takmörkuð Nú eru fjögur börn og foreldrar þeirra í felum fyrir ríkisstjórn sem ætlar að senda þau til Egyptalands. Faðirinn tilheyrir trúar- og stjórnmálahreyfingu sem er ofsótt í Egyptalandi. Bent hefur verið á að samkvæmt skýrslum alþjóðastofnana og mannréttindasamtaka er ástand mannréttinda í Egyptalandi hrein hörmung og mikið um að meintir óvinir stjórnvalda séu sviptir frelsi sínu án réttlátrar málsmeðferðar og pyntaðir. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi í tvö ár og börnin hafa aðlagast vel og þrábiðja um að fá að vera áfram. Bylgja reiði og sorgar vegna einarðrar afstöðu ríkisstjórnarinnar gengur nú yfir samfélagið og þingmaður tilkynnti í gær úrsögn sína úr þeim stjórnmálaflokki sem leiðir ríkisstjórnina. Í þessu andrúmslofti birtir forsætisráðherra pistil á Facebook þar sem kjarni skilaboðanna er einmitt í anda Hermanns Jónassonar – við höfum nú aldeilis staðið okkur í stykkinu. Því til stuðnings vitnar hún í tölfræðigögn. Þau sýna reyndar ekki að Ísland hafi staðið sig betur en önnur ríki en það er önnur umræða. Fjöldi fólks á flótta á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast á tíu árum og því hefur fylgt mikið umrót hvarvetna þegar...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Thursday, 17 September 2020 Eftir að hafa nefnt tölur sem eiga að sýna hvað við erum frábær klykkir forsætisráðherra svo út með gullvægri athugasemd: Þessi mál snúast auðvitað um fólk og því verðum við að gæta þess að láta umræðuna ekki snúast um tölur á blaði. Forsætisráðherra reynir að stjórna umræðunni Já, það er nú einmitt það – manneskjum sem þurfa að fela sig fyrir stjórnvöldum er bara engin huggun í tölfræði um mannúð ríkisstjórnarinnar og að vonum var á það bent í athugasemdakerfinu. Sú umræða virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsætisráðherra því athugasemdir voru fjarlægðar og lokað á möguleika viðkomandi til að tjá sig frekar. Hugsanlega var ástæða til að fjarlægja eitthvað af því sem fram kom, ég bara veit það ekki, en ég veit þess hinsvegar dæmi að fullkomlega málefnaleg innlegg hafi verið fjarlægð. Ein þeirra athugasemda sem forsætisráðherra fjarlægði án viðvarana og án útskýringa var einmitt í þá veru að undarlegt væri að sjá leiðtoga VG feta í fótspor Hermanns Jónassonar. Samfélagsmiðlar eru frábært tæki til að ná til margra, fljótt. En þeir eru líka vettvangur þar sem búast má við óþægilegum samskiptum. Sennilega eru meiri líkur á að reiður borgari tjái sig af heift og ókurteisi bak við tölvuskjá en augliti til auglitis við þann sem hann beinir spjótum sínum að. Það getur verið ástæða til að fjarlægja innlegg í umræðu, t.d. hótanir, ærumeiðingar eða óheyrilegan dónaskap. En valda- og áhrifafólk sem nýtir sér kosti samfélagsmiðla ætti að sýna þeim sem taka þátt í umræðunni og fylgjast með henni þá virðingu að stilla sig um að fela málefnaleg innlegg sem snerta umræðuefnið beint. Valdafólk sem notar samfélagsmiðla ætti að reikna með óvæginni gagnrýni og líta á það sem neyðarúrræði að fjarlægja athugasemdir. Þjóðarleiðtogi ætti öðrum fremur að sýna þá stórmennsku að láta minniháttar skæting sem vind um eyrun þjóta fremur en að fjarlægja færslur – það er einfaldlega ekki lýðræðislegt að loka á þá sem orða hugsanir sínar hranalega – þess heldur ætti sanngjörn gagnrýni, sett fram með hófsamlegu orðalagi, að fá að standa. Í þessu tilviki notaði forsætisráðherra samfélagsmiðil til að reyna að lappa upp á ímynd sína og þingflokks síns. Hún fjarlægði jafnframt athugasemdir sem koma henni illa. Og hvað heitir það þegar ráðamenn handvelja upplýsingar, koma sínum eigin skilaboðum að en fela gagnrýni sem skiptir máli í von um að umræðan verði einhliða og stjórnvöldum hliðholl? Það heitir áróður. Mannréttindi eru líka ætluð fólki með „rangar“ skoðanir Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að stjórna umræðunni á Facebook er auðvitað ekkert í líkingu við þann pólitíska áróður sem þrífst í fáræðisríkjum. Enda þrífst einhliða áróður ekki þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Lýðræðinu er engin hætta búin þótt forsætisráðherra fjarlægi athugasemdir sem henni falla ekki í geð, sú umræða er þá bara færð á annan vettvang þar sem hún fær meiri athygli. En hugsunin að baki er samt sú sama og að baki hættulegum áróðri þar sem þeir sem völdin hafa velja upplýsingar ofan í almúgann í því skyni að skapa sér ímynd og breiða út ákveðnar hugmyndir. Við erum svo hamingjusöm að búa við nokkuð gott samvisku- og tjáningarfrelsi miðað við stærstan hluta heimsbyggðarinnar. Í Egyptalandi er staðan önnur. Þar eiga þeir sem gagnrýna stjórnvöld á hættu að vera fangelsaðir og pyntaðir. Meðlimir Bræðralags múslíma eru þar í sérstakri hættu. Því hefur verið haldið fram að Ibrahim Khedr sé stórhættulegur maður og hreyfing hans hryðjuverkasamtök. Það er ekki rétt, maðurinn er ekki grunaður um neina glæpi og Bræðralag múslíma fellur ekki undir skilgreiningu hryðjuverkasamtaka. Fullyrðingar egypskra stjórnvalda þar um eru að engu hafandi, það er flestum einræðisstjórnum sameiginlegt að kalla andstæðinga sína hryðjuverkamenn. Bræðralag múslíma aðhyllist hugmyndafræði sem er ekki í anda lýðræðis en það skiptir bara engu máli í þessu sambandi, Ibrahim Khedr er ekki að sækja um stöðu Hæstaréttardómara, hann er að biðja um vernd frá ofsóknum. Mannréttindi eru ekki ætluð fólki með æskilegar trúarskoðanir heldur öllum. Lýðræðissamfélag á að takast á við vafasamar skoðanir með því að rökræða þær, sama hvort það er útvarp Saga eða einhver annar sértrúarsöfnuður sem heldur þeim á lofti. Það sem lýðræðissamfélag á ekki að gera er að reyna að losa sig við fólk með „rangar“ skoðanir. Það á bæði við um stefnu stjórnvalda gagnvart hælisleitendum og ráðamenn sem reyna að ná til almennings á opnu svæði á Facebook. Höfundur er álitshafi.
„Það hefur verið sagt hér, að ég hafi sýnt ákaflega mikla óbilgirni með því að leyfa ekki austurrískum börnum að flytja hingað til landsins. Það má náttúrlega alltaf deila um þá hluti. En svo mikið er víst, að samkv. þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, sem um þetta mál höfum fjallað, höfðu Íslendingar leyft fleiri flóttamönnum Gyðinga landsvistarleyfi, ef miðað er við fólksfjölda, heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð. Og það var sennilega ekki af öðrum ástæðum en þeim, hve mörgum flóttamönnum hafði verið leyft að koma hingað til landsins, konum, mæðrum og börnum, að þetta leyfi var ekki veitt.“
Þessi mál snúast auðvitað um fólk og því verðum við að gæta þess að láta umræðuna ekki snúast um tölur á blaði.