#Hvar eru staðreyndirnar? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 09:00 Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun