Síbrotamaður í umferðinni taldi lögreglu leggja sig í einelti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2020 14:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira