Síbrotamaður í umferðinni taldi lögreglu leggja sig í einelti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2020 14:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira