Nýja stjórnarskráin eða nýja símaskráin? Brynjar Níelsson skrifar 16. september 2020 12:34 Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun