Nýja stjórnarskráin eða nýja símaskráin? Brynjar Níelsson skrifar 16. september 2020 12:34 Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun