Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2020 22:35 Svæðin norðan Íslands sem Grænlendingar bjóða út til olíuleitar. Rauða svæðið er á landi við Scoresby-sund en græna svæðið á hafsbotni undan Norðaustur-Grænlandi. Grafík/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt: Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt:
Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15